Fótbolti

Matthaus: Ballack á að hætta með landsliðinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Lothar Matthaus.
Lothar Matthaus. AFP
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus segir að Michael Ballack ætti að hætta með landsliðinu. Það er vegna þess að þýska liðið var miklu betra án hans á HM.

Ballack gat ekki tekið þátt vegna meiðsla og liðið spilar um þriðja sætið við Úrúgvæ á laugardaginn.

"Þýskaland spilaði betur án Ballack og aðrir leikmenn stigu upp. Ég skil metnaðinn í Ballack og þrá hans að snúa aftur en hann ætti að hætta. Það myndi sína hversu frábær hann er og að hann skilji að liðið er betur sett án hans," sagði Matthaus.

"Fjarvera hans er leiðinleg en hún hjálpaði Þýskalandi. Við náðum að sækja á miklu meiri hraða," sagði Matthaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×