Fótbolti

Byrjunarliðssætið kom Pedro á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pedro í leiknum í gær.
Pedro í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP

Spænski framherjinn Pedro viðurkennir að það hafi komið sér á óvart að hann var valinn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undaúrslitum HM í Suður-Afríku.

Fernando Torres, leikmaður Liverpool, mátti sætta sig við að sitja á bekknum en hann kom reyndar inn á sem varamaður í leiknum.

„Þetta kom mér svolítið á óvart," sagði hann við fjölmiðla eftir leikinn. „En sem betur fer fékk ég að taka þátt í leiknum. Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum og að við séum nú komnir í úrslitin," bætti hann við en Spánn vann leikinn, 1-0, og mætir Hollandi í sjálfum úrslitaleiknum.

Pedro fór reyndar illa með góða sókn Spánverja seint í leiknum þegar hann ákvað að reyna að skora sjálfur í stað þess að gefa á Torres sem var dauðafrír.

„Ég var aleinn og með Torres mér við hlið. Kannski hafði ég aðeins of mikla trú á sjálfum mér."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×