Fleiri fréttir

Sagna missir af leikjunum við Liverpool

Nú hefur verið staðfest að bakvörðurinn Bakari Sagna hjá Arsenal verði frá keppni í þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Þetta þýðir að hann mun missa af þriggja leikja törn liðsins gegn Liverpool í Evrópukeppni og úrvalsdeild í byrjun næsta mánaðar og verður tæpur fyrir leikinn gegn Manchester United skömmu síðar.

Tveggja ára bann fyrir flöskukast

Stuðningsmaður Real Betis sem kastaði flösku í höfuð markvarðar Athletic Bilbao hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá knattspyrnuvöllum á Spáni. Þá fékk hann sekt upp á 1,2 milljónir krónar.

U17 landslið kvenna tapaði

Íslenska U17 kvennalandsliðið hefur tapað báðum leikjum sínum í undanriðli fyrir Evrópukeppnina. Riðillinn er leikinn á Jótlandi en í dag tapaði liðið fyrir Dönum 2-4.

Ameobi lánaður til Stoke

Stoke City hefur fengið sóknarmanninn Shola Ameobi lánaðan frá Newcastle. Þessi 26 ára leikmaður hefur skorað 46 mörk í rúmlega 100 leikjum með Newcastle en hefur aðeins tvisvar komið við sögu síðan Kevin Keegan tók við liðinu.

Liverpool treystir of mikið á Torres og Gerrard

Stephane Henchoz, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að hans gamla félag treysti of mikið á Steven Gerrard og Fernando Torres til að geta gert atlögu að enska meistaratitlinum.

Valur lánar Kristján Hauksson í Fjölni

Valur hefur lánað varnarmanninn Kristján Hauksson til nýliða Fjölnis í Landsbankadeildinni. Kristján er 21. árs og gekk í raðir Vals frá Fram fyrr í vetur.

Maldini kæmist ekki í lið í MLS

Ruud Gullit hefur skotið föstum skotum að fyrrum liði sínu AC Milan á Ítalíu og segir það orðið allt of gamalt. Hann segir fyrirliða þess og fyrrum félaga sinn Paolo Maldini svo gamlan að hann kæmist ekki einu sinni í lið í Bandaríkjunum.

Foreldrar Pato grétu af gleði

Brasilíska undrabarnið Alexandre Pato hjá AC Milan spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir brasilíska landsliðið í gær og kórónaði frumraunina með því að skora sigurmarkið í æfingaleik gegn Svíum.

Altintop er fótbrotinn

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Hamit Altintop hjá Bayern Munchen leikur væntanlega ekki meira með liði sínu á leiktíðinni og er tæpur fyrir EM í sumar eftir að hafa fótbrotnað í leik Tyrkja og Hvít-Rússa í gær.

Sagna verður frá í þrjár vikur

Bakvörðurinn Bakari Sagna hjá Arsenal verður frá keppni í allt að þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Arsene Wenger staðfesti þetta í samtali við sjónvarpsstöð félagsins.

Gullknötturinn er gallaður

Francesco Totti, leikmaður Roma, segir það hneyksli að Spánverjinn Raul hjá Real Madrid hafi aldrei unnið Gullknöttinn eftirsótta á ferlinum. Hann segir kjörið byggt á klíkuskap og að það sé fyrirfram ákveðið hver hljóti verðlaunin.

Cahill úr leik hjá Everton?

Svo gæti farið að miðjumaðurinn Tim Cahill léki ekki meira með liði sínu Everton á leiktíðinni. Cahill fór af velli eftir aðeins 10 mínútur í leik Everton og West Ham á laugardaginn.

Real Madrid að kaupa Fabiano?

Spænska dagblaðið Marca fullyrðir að forráðamenn Real Madrid séu við það að kaupa brasilíska framherjann Luis Fabiano frá Sevilla og það án vitneskju Andalúsíufélagsins.

Ronaldo minnir mig á George Best

Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segist sjá margt líkt með þeim Cristiano Ronaldo og George Best. Portúgalinn ungi hefur þegar slegið markamet goðsagnarinnar Best hjá félaginu og hefur verið í einstöku formi í vetur.

Taylor undirbýr aðra heimsókn til Eduardo

Breskir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því hvort Martin Taylor hjá Birmingham bað Arsenal-manninn Eduardo yfir höfuð afsökunar á fótbrotstæklingunni ljótu á sínum tíma.

Berlusconi enn á eftir Flamini

Ítalskir fjölmiðlar halda áfram að skrifa um meintan áhuga forseta AC Milan á franska miðjumanninum Matthieu Flamini hjá Arsenal. Samningur hans við Lundúnafélagið rennur út í sumar.

Mike Riley settur út í kuldann?

Dómarinn Mike Riley mun ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi en hefur þess í stað verið settur á leiki í B-deildinni.

Ronaldo laus af hækjunum

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan er á góðum batavegi eftir hnéuppskurðinn sem hann fór í á dögunum og er laus af hækjum. Margir héldu að ferill kappans væri á enda þegar hann meiddist þann 13. febrúar.

Veldu 10 bestu leikmenn Íslands

Stöð 2 Sport 2 mun í samvinnu við KSÍ framleiða sjónvarpsþætti um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá 1946-2008. Byrjað verður að sýna þættina, sem verða í umsjá Arnars Björnssonar, í maí og mun sýningum ljúka í lok júlí.

Drogba orðaður við Inter á ný

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur nú enn á ný verið orðaður við félög á meginlandinu. Ítalska blaðið Corriere dello Sport segist hafa heimildir fyrir því að Drogba hafi sagt vinum sínum að hann ætli til Inter í sumar.

Ramos hefur áhuga á Ronaldinho

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda framherjanum Dimitar Berbatov í röðum liðsins. Hann viðurkennir að hafa áhuga á Brasilíumanninum Ronaldinho hjá Barcelona.

Beckham á nóg eftir

Framherjinn Michael Owen segir að félagi hans David Beckham hjá enska landsliðinu geti vel spilað fleiri landsleiki eftir að hann náði 100 leikja áfanganum í tapinu gegn Frökkum í gær.

Capello sá framfarir

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var nokkuð sáttur við frammistöðu enska landsliðsins gegn Frakklandi þrátt fyrir tap.

Frakkland vann England

Enska landsliðið olli vonbrigðum gegn Frökkum í kvöld. Franck Ribery skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 32. mínútu en hún var dæmd eftir að David James braut á Nicolas Anelka.

Markaregn í vináttulandsleikjum

Mikill fjöldi vináttulandsleikja fór fram í kvöld. Austurríki komst þremur mörkum yfir gegn Hollandi en tapaði 3-4. Jan Vennegoor of Hesselink skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði Hollandi sigurinn.

Ísland vann Slóvakíu 2-1

Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen.

Cagliari fékk þrjú stig til baka

Cagliari komst í dag úr botnsæti ítölsku deildarinnar þegar liðið endurheimti þrjú stig sem búið var að dæma af þeim. Stigin voru tekin af félaginu þegar það greip til ólögmætra aðgerða gegn Gianluca Grassadonia.

Búlgaría vann Finnland

Mikill fjöldi vináttulandsleikja er á dagskrá í kvöld en hér á landi eru það viðureignir Íslands og Englands sem hafa fengið langmesta athygli. Nokkrum vináttulandsleikjum er lokið.

Beckham í byrjunarliði Englands

David Beckham mun leika sinn hundraðasta landsleik fyrir England sem mætir Frakklandi í vináttulandsleik í París klukkan 20:00. Fabio Capello hefur tilkynnt byrjunarliðið og er Beckham í því.

Giovani vill ekki fara

Sóknarmaðurinn Giovani Dos Santos segist aldrei hafa íhugað það að yfirgefa Barcelona. Fréttir á Englandi herma að Manchester City ætli að reyna að fá leikmanninn í sumar.

Platini heiðrar Healy í kvöld

Michel Platini, forseti UEFA, mun í kvöld heiðra David Healy sem skoraði þrettán mörk í undankeppni Evrópumótsins. Healy leikur fyrir landslið Norður-Írlands sem mætir Georgíu í vináttulandsleik í kvöld.

Eins árs fangelsi fyrir fölsun í máli John Obi Mikel

Morgan Andersen var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Noregi. Andersen er fyrrum framkvæmdastjóri hjá norska liðinu Lyn en hann var dæmdur fyrir að falsa skjöl varðandi samning John Obi Mikel sem nú leikur með Chelsea.

Giggs var flottur með moppuna

Wayne Rooney segir að félagi hans Ryan Giggs hjá Manchester United hafi alla tíð verið sér mikil og góð fyrirmynd á knattspyrnuvellinum, þrátt fyrir vafasamar hárgreiðslur sínar í gegn um tíðina.

Aganefndin ákærir Mascherano

Miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun eftir að hann var rekinn af velli í leik liðsins gegn Manchester United um páskana.

Óvíst að Neville nái að spila á leiktíðinni

Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United viðurkennir að hann sé ekki of bjartsýnn á að ná að spila með aðalliði félagsins á þessari leiktíð. Hann hefur ekki spilað leik með United í meira en ár vegna meiðsla.

Matthäus ætlar aftur í slaginn í sumar

Þýska goðsögnin Lothar Matthäus hefur tilkynnt að hann ætli sér aftur út í knattspyrnuþjálfun í sumar. Hann hefur nú klárað að ná sér í full þjálfunarréttindi en hefur ekki starfað sem þjálfari síðan hann hætti sem aðstoðarmaður Giovanni Trapattoni hjá Red Bull í Austurríki í fyrra.

Fyrirliðinn verður að vera góð fyrirmynd

Fabio Capello hefur nú varpað fram ákveðnum vísbendingum um það af hverju hann kaus að gera Rio Ferdinand að fyrirliða enska landsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum í kvöld.

Robson safnar fé til krabbameinsrannsókna

Sir Bobby Robson er að mestu hættur afskiptum af knattspyrnu en það þýðir ekki að hinn 75 ára gamli fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga sé aðgerðalaus.

Það er meira slúður í enska boltanum en Formúlu 1

Flavio Briatore, meðeigandi í QPR, segist ekki ætla að láta umboðsmenn kúga sig þó stjórn félagsins ætli sér stóra hluti á næstu árum. Félagið skrifaði nýverið undir þriggja milljarða króna styrktarsamning við íþróttavöruframleiðandann Lotto.

Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu

Ólafur Jóhannesson landliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu í vináttulandsleik ytra í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:50.

Ferdinand vill feta í fótspor Roy Keane

Rio Ferdinand verður fyrirliði enska landsliðsins í kvöld þegar það sækir Frakka heim í vináttuleik í París. Hann ætlar að sækja sér innblástur til fyrrum fyrirliða Manchester United, Roy Keane.

Grétar Rafn að stofna knattspyrnuskóla

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hjá Bolton íhugar að koma á knattspyrnuskóla heima á Íslandi í sumar. Hann greinir frá þessu í samtali við fotbolti.net í dag.

Þurfum að vinna alla leikina

Gael Clichy telur að Arsenal þurfi að vinna alla þá leiki sem liðið á eftir ef það ætlar að eiga möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn.

Sjá næstu 50 fréttir