Fótbolti

Búlgaría vann Finnland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zdravko Lazarov skoraði fyrra mark Búlgaríu gegn Finnlandi.
Zdravko Lazarov skoraði fyrra mark Búlgaríu gegn Finnlandi.

Mikill fjöldi vináttulandsleikja er á dagskrá í kvöld en hér á landi eru það viðureignir Íslands og Englands sem hafa fengið langmesta athygli. Nokkrum vináttulandsleikjum er lokið.

Búlgaría vann Finnland 2-1. Reynsluboltinn Jari Litmanen kom Finnum yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Zdravko Lazarov jafnaði snemma í seinni hálfleik en sigurmarkið kom undir blálok leiksins, það var Dian Genchev sem skoraði það.

Eistland vann 2-0 sigur á Kanada en bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Paul Stalteri skoraði sjálfsmark en Zahovaiko bætti síðan við öðru marki fyrir Eista á 90. mínútu.

Andriiy Shevchenko skoraði fyrra mark Úkraínu sem vann 2-0 sigur á Serbíu. Nazarenko skoraði síðara markið. Önnur úrslit urðu þau að Litháen vann Azerbaijan 1-0, Slóvenía vann 1-0 útisigur á Ungverjalandi og Suður-Afríka vann Paragvæ 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×