Enski boltinn

Beckham í byrjunarliði Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Beckham er í byrjunarliðinu.
David Beckham er í byrjunarliðinu.

David Beckham mun leika sinn hundraðasta landsleik fyrir England sem mætir Frakklandi í vináttulandsleik í París klukkan 20:00. Fabio Capello hefur tilkynnt byrjunarliðið og er Beckham í því.

Capello stillir upp í leikkerfið 4-2-3-1 og er Beckham á miðjunni með Joe Cole og Steven Gerrard. Owen Hargreaves og Gareth Barry eru þar fyrir aftan.

Wayne Rooney er einn í fremstu víglínu en í varnarlínunni er fyrirliðinn Rio Ferdinand ásamt John Terry og bakvörðunum Ashley Cole og Wes Brown. David James stendur í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×