Enski boltinn

Beckham á nóg eftir

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Michael Owen segir að félagi hans David Beckham hjá enska landsliðinu geti vel spilað fleiri landsleiki eftir að hann náði 100 leikja áfanganum í tapinu gegn Frökkum í gær.

Beckham var tekinn af velli á 63. mínútu í gær eftir frekar rólegan dag en Owen félagi hans segist ekki geta séð að landsliðsferill hans sé á enda runninn.

"Mér finnst David enn vera gæðaleikmaður og að mínu mati á hann meira inni fyrir landsliðið. Hann er líka hungraður í að halda áfram að spila og mér fannst hann sýna nóg til að verðskulda fleiri tækifæri," sagði Owen í samtali við BBC.

"Það er frábær heiður fyrir hann að ná 100. landsleiknum og hann hefur reynst landsliðinu vel. Hann er enn hungraður og með eitraðan hægri fót - það breytist ekkert," bætti Owen við en hann spilaði sjálfur sinn 88. landsleik í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×