Enski boltinn

Ferdinand vill feta í fótspor Roy Keane

Rio er stoltur af að bera fyrirliðabandið
Rio er stoltur af að bera fyrirliðabandið NordcPhotos/GettyImages

Rio Ferdinand verður fyrirliði enska landsliðsins í kvöld þegar það sækir Frakka heim í vináttuleik í París. Hann ætlar að sækja sér innblástur til fyrrum fyrirliða Manchester United, Roy Keane.

"Roy var frábær fyrirliði. Hann gaf gott fordæmi inni á vellinum og fékk alltaf 7-10 í einkunn fyrir hvern einasta leik. Hann var maður með mönnum og hann var jafnan fyrstur að svara þeim spurningum sem þurfti að svarra. Hann var mikill fyrirliði og táknmynd Manchester United," sagði Ferdinand.

Hann segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að bera fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu. "Þetta er draumur fyrir mig og mesti heiður sem mér hefur hlotnast á ferlinum. Það er auðvitað frábært að vinna titla með félagsliði en það er ekki hægt að bera það saman við þetta. Þetta er eitt og sér mikill heiður, því það eru ekki margir menn sem hafa náð að vera fyrirliðar landsliðsins. Ég mun bera bandið eins stoltur og nokkur annar Englendingur á undan mér," sagði Ferdinand ánægður í samtali við Sky í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×