Fótbolti

Platini heiðrar Healy í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Markahrókurinn David Healy.
Markahrókurinn David Healy.

Michel Platini, forseti UEFA, mun í kvöld heiðra David Healy sem skoraði þrettán mörk í undankeppni Evrópumótsins. Healy leikur fyrir landslið Norður-Írlands sem mætir Georgíu í vináttulandsleik í kvöld.

„Þetta er met og hann á skilið viðurkenningu fyrir það. Ég er viss um að þetta met muni standa í dágóðan tíma," sagði Platini sem verður viðstaddur leikinn í kvöld.

Þrátt fyrir mörkin þrettán frá Healy komst Norður-Írland ekki í lokakeppni EM. „Það er mikill heiður fyrir mig að Platini geri sér ferð hingað til að heiðra mig. Ég hlakka til að hitta þennan magnaða mann," sagði Healy sem leikur með Fulham á Englandi.

Fyrra metið var í eigu Davor Suker sem skoraði tólf mörk fyrir Króatíu í undankeppni fyrir Evrópumótið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×