Enski boltinn

Cahill úr leik hjá Everton?

NordcPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að miðjumaðurinn Tim Cahill léki ekki meira með liði sínu Everton á leiktíðinni. Cahill fór af velli eftir aðeins 10 mínútur í leik Everton og West Ham á laugardaginn.

Cahill ristarbrotnaði í mars á síðasta ári og nú virðast þau hafa tekið sig upp á ný.

Hinn 28 ára gamli Ástrali hefur átt góða leiktíð með Everton og hefur skorað 10 mörk síðan hann sneri aftur úr meiðsum í nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×