Enski boltinn

Giggs var flottur með moppuna

Ryan Giggs hefur alltaf passað vel upp á greiðsluna
Ryan Giggs hefur alltaf passað vel upp á greiðsluna NordcPhotos/GettyImages

Wayne Rooney segir að félagi hans Ryan Giggs hjá Manchester United hafi alla tíð verið sér mikil og góð fyrirmynd á knattspyrnuvellinum, þrátt fyrir vafasamar hárgreiðslur sínar í gegn um tíðina.

Giggs er 34 ára gamall og nálgast nú óðfluga met Bobby Charlton yfir flesta spilaða leiki fyrir Manchester United. Rooney var aðeins fimm ára gamall þegar Giggs spilaði sinn fyrsta leik fyrir United.

"Ég man vel eftir hárinu á honum því hann var alltaf með hálfgerða moppu á hausnum," sagði Rooney hlæjandi í samtali við The Sun.

"En á alvarlegri nótum er framlag hans og hollusta við félagið frábær og hjálpar öllum í liðinu. Hann er vængmaður af gamla skólanum og einn besti leikmaður allra tíma. Giggs er sannarlega fullkomin fyrirmynd fyrir yngri leikmenn," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×