Enski boltinn

Grétar Rafn að stofna knattspyrnuskóla

NordcPhotos/GettyImages

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hjá Bolton íhugar að koma á knattspyrnuskóla heima á Íslandi í sumar. Hann greinir frá þessu í samtali við fotbolti.net í dag.

Grétar er sjálfur fæddur og uppalinn á landsbyggðinni og segist vilja einbeita sér að landsbyggðinni með þessu framtaki sínu. Nóg sé af slíku fyrir krakka á höfuðborgarsvæðinu, en Grétar sér fyrir sér að halda námskeið fyrir unga knattspyrnuiðkendur á Akranesi og Siglufirði. Hann áformar að hafa með sér þjálfara frá Bolton í uppátækinu.

Smelltu hér til að lesa fréttina á fotbolti.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×