Íslenski boltinn

Valur lánar Kristján Hauksson í Fjölni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kristján Hauksson er hér að verjast Helga Sigurðssyni í viðureign Fram og Vals í fyrra.
Kristján Hauksson er hér að verjast Helga Sigurðssyni í viðureign Fram og Vals í fyrra.

Valur hefur lánað varnarmanninn Kristján Hauksson til nýliða Fjölnis í Landsbankadeildinni. Kristján er 21. árs og gekk í raðir Vals frá Fram fyrr í vetur.

Lánssamningurinn er út leiktímabilið en engin klásúla er í honum þess efnis að Kristján megi ekki leika gegn Val.

Kristján lék fyrst með Fram í Landsbankadeildinni 2003 en hann á að baki samtals 51 leik með liðinu í Íslandsmóti og bikarkeppni. Hann er annar varnarmaðurinn sem Fjölnir fær til sín fyrir komandi tímabil en áður hafði liðið fengið Óla Stefán Flóventsson frá Grindavík.

Á dögunum gekk Barry Smith aftur í raðir Valsmanna sem halda því sömu varnarmönnum og liðið var með í fyrra þegar það varð Íslandsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×