Enski boltinn

Sagna verður frá í þrjár vikur

NordcPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Bakari Sagna hjá Arsenal verður frá keppni í allt að þrjár vikur vegna ökklameiðsla. Arsene Wenger staðfesti þetta í samtali við sjónvarpsstöð félagsins.

"Hann er meiddur á ökkla og fyrstu fréttir benda til þess að hann verði frá í talsverðan tíma. Ég veit ekki nákvæmlega hversu lengi en margt bendir til þess að það verði um þrjár vikur," sagði Wenger.

Stjórinn getur þó huggað sig við að enginn af leikmönnum hans virðist hafa meiðst í landsleikjunum í gær og er því aðeins með þá Sagna og Eduardo á meiðslalista í augnablikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×