Fótbolti

Metz missir stig vegna kynþáttafordóma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Abdeslam Ouaddou.
Abdeslam Ouaddou.

Stig hefur verið dæmt af Metz, botnliði frönsku deildarinnar. Ástæðan er framganga stuðningsmanna liðsins í leik gegn Valenciennes.

Áhorfendur voru með kynþáttafordóma í garð Abdeslam Ouaddou, fyrirliða Valenciennes, en hann er frá Marokkó. Þá þarf Metz að leika heimaleik fyrir luktum dyrum.

Metz er langneðst í frönsku deildinni og ljóst að ekkert nema fall bíður liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×