Enski boltinn

Aganefndin ákærir Mascherano

NordcPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun eftir að hann var rekinn af velli í leik liðsins gegn Manchester United um páskana.

Mascherano þarf að sitja af sér eins leiks bann fyrir brottvísunina og ef ákæran í dag nær fram að ganga mun hann fá tveggja leikja bann til viðbótar.

Ákæran er vegna viðbragða Argentínumannsins við dómi Steve Bennett dómara. 

Mál Mascherano verður tekið fyrir þann 4. apríl en hann hefur frest til klukkan 18 á morgun til að svara fyrir sig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×