Fyrirliðinn verður að vera góð fyrirmynd 26. mars 2008 14:44 Fabio Capello hefur nú varpað fram ákveðnum vísbendingum um það af hverju hann kaus að gera Rio Ferdinand að fyrirliða enska landsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Flestir bjuggust við því að John Terry, fyrirliði Chelsea, fengi að bera bandið en einhverjir bjuggust við því að það kæmi í hlut Steven Gerrard eða jafnvel David Beckham, sem fær væntanlega að spila sinn 100. landsleik fyrir Englendinga. Capello sagðist ekki sjá sig knúinn til að útskýra val sitt sérstaklega, en út úr orðum hans má lesa að hann sé ekki ánægður með sífelldar aðfarir John Terry að dómurum í undanförnum leikjum með Chelsea. "Ég þarf ekki að útskýra ákvarðanir mínar fyrir neinum. Við þurfum að vera fyrirmyndir út á við þegar við spilum með liðum okkar og landsliðum. Hluti af því er að sýna dómurum og stuðningsmönnum virðingu. Við erum kannski dálítið aftarlega á merinni þegar kemur að þessu atriði í dag," sagði Capello. "Fyrirliði er maður sem á að gefa gott fordæmi bæði í leikjum og á æfingum og ekki væri verra ef hann væri góð fyrirmynd utan knattspyrnunnar líka. Það er mjög mikilvægt, ekki bara fyrir fyrirliða Englands heldur okkur alla sem erum í knattspyrnunni. Við erum á margan hátt fyrirmyndir ungs fólks," sagði Ítalinn. Hann hefur þrátt fyrir þetta ekki lokað á að Terry taki við fyrirliðabandinu í framtíðinni. "Ég mun skipta um fyrirliða þangað til ég vel landsliðshópinn í ágúst og þangað til á Terry möguleika á að taka við fyrirliðabandinu," sagði Capello. Hann hefur ekki áhyggjur af fortíðinni, en Ferdinand komst í fréttirnar þegar hann var settur í bann fyrir að skrópa í lyfjapróf árið 2004. "Við veltum okkur ekki upp úr fortíðinni. Rio kemur mér fyrir sjónir sem atvinnumaður bæði á æfingum og í leikjum og ég held að hann geti orðið góður fyrirliði landsliðsins." Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Sjá meira
Fabio Capello hefur nú varpað fram ákveðnum vísbendingum um það af hverju hann kaus að gera Rio Ferdinand að fyrirliða enska landsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Flestir bjuggust við því að John Terry, fyrirliði Chelsea, fengi að bera bandið en einhverjir bjuggust við því að það kæmi í hlut Steven Gerrard eða jafnvel David Beckham, sem fær væntanlega að spila sinn 100. landsleik fyrir Englendinga. Capello sagðist ekki sjá sig knúinn til að útskýra val sitt sérstaklega, en út úr orðum hans má lesa að hann sé ekki ánægður með sífelldar aðfarir John Terry að dómurum í undanförnum leikjum með Chelsea. "Ég þarf ekki að útskýra ákvarðanir mínar fyrir neinum. Við þurfum að vera fyrirmyndir út á við þegar við spilum með liðum okkar og landsliðum. Hluti af því er að sýna dómurum og stuðningsmönnum virðingu. Við erum kannski dálítið aftarlega á merinni þegar kemur að þessu atriði í dag," sagði Capello. "Fyrirliði er maður sem á að gefa gott fordæmi bæði í leikjum og á æfingum og ekki væri verra ef hann væri góð fyrirmynd utan knattspyrnunnar líka. Það er mjög mikilvægt, ekki bara fyrir fyrirliða Englands heldur okkur alla sem erum í knattspyrnunni. Við erum á margan hátt fyrirmyndir ungs fólks," sagði Ítalinn. Hann hefur þrátt fyrir þetta ekki lokað á að Terry taki við fyrirliðabandinu í framtíðinni. "Ég mun skipta um fyrirliða þangað til ég vel landsliðshópinn í ágúst og þangað til á Terry möguleika á að taka við fyrirliðabandinu," sagði Capello. Hann hefur ekki áhyggjur af fortíðinni, en Ferdinand komst í fréttirnar þegar hann var settur í bann fyrir að skrópa í lyfjapróf árið 2004. "Við veltum okkur ekki upp úr fortíðinni. Rio kemur mér fyrir sjónir sem atvinnumaður bæði á æfingum og í leikjum og ég held að hann geti orðið góður fyrirliði landsliðsins."
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn