Fótbolti

Markaregn í vináttulandsleikjum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Mifsud skoraði fimm mörk í kvöld.
Michael Mifsud skoraði fimm mörk í kvöld.

Mikill fjöldi vináttulandsleikja fór fram í kvöld. Austurríki komst þremur mörkum yfir gegn Hollandi en tapaði 3-4. Jan Vennegoor of Hesselink skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði Hollandi sigurinn.

Michael Mifsud skoraði fimm mörk í kvöld fyrir Möltu sem vann Liechtenstein 7-1. Mifsud leikur með Coventry í enska boltanum en tvö af mörkum hans í kvöld komu úr vítaspyrnum. Liechtenstein lék einum manni færri frá 21. mínútu.

Mario Gomez og Miroslav Klose skoruðu tvö mörk hvor þegar Þýskaland vann 4-0 útisigur gegn Sviss. Pato, leikmaður AC Milan, skoraði eina mark Brasilíu sem vann Svíþjóð 1-0.

David Healy fékk viðurkenningu fyrir viðureign Norður-Írlands og Georgíu en hann setti markamet í undankeppni Evrópumótsins. Healy skoraði eitt af mörkum Norður-Íra í 4-1 sigri. Nicklas Bendtner kom Danmörku yfir gegn Tékkum en Jan Köller jafnaði í 1-1 og urðu það úrslit leiksins. Portúgal tapaði á heimavelli fyrir ríkjandi Evrópumeisturum Grikklands 1-2. Spánn vann Ítalíu 1-0 með marki David Villa.

Yossi Benayoun, leikmaður Liverpool, skoraði eina mark Ísrael sem vann 1-0 sigur á Chile. Argentína vann 2-0 útisigur gegn Egyptalandi og Svartfjallaland vann Noreg 3-1 á heimavelli. Skotland og Króatía gerðu 1-1 jafntefli og Mexíkó vann Gana 2-1.

Fílabeinsströndin tapaði fyrir Túnis 0-2, Hvíta-Rússland og Tyrkland gerðu jafntefli 2-2, Rúmenía vann 3-0 sigur gegn Rússlandi, Pólland tapaði 0-3 fyrir Bandaríkjunum og Belgía tapaði 1-4 fyrir Marokkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×