Enski boltinn

Berlusconi enn á eftir Flamini

Flamini er sagður í miklu uppáhaldi hjá forseta Milan
Flamini er sagður í miklu uppáhaldi hjá forseta Milan NordcPhotos/GettyImages

Ítalskir fjölmiðlar halda áfram að skrifa um meintan áhuga forseta AC Milan á franska miðjumanninum Matthieu Flamini hjá Arsenal. Samningur hans við Lundúnafélagið rennur út í sumar.

Flamini hefur leikið vel í vetur og var í fantaformi í báðum leikjum Arsenal og Milan í Meistaradeildinni. Þetta fór ekki fram hjá Silvio Berlusconi forseta Milan, sem sagður er hafa mikið dálæti á leikmanninum.

Tuttosport á Ítalíu heldur því fram að Flamini verði ekki boðnar nema 1-2 milljónir evra í árslaun hjá Arsenal - en að Berlusconi sé hinsvegar tilbúinn að greiða honum 3-5 milljónir evra í árslaun.

Hinn 23 ára gamli Flamini er af ítölskum ættum og er duglegur og varnarsinnaður miðjumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×