Enski boltinn

Mike Riley settur út í kuldann?

NordcPhotos/GettyImages

Dómarinn Mike Riley mun ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi en hefur þess í stað verið settur á leiki í B-deildinni.

Daily Mail segir að þessa ráðstöfun megi rekja til þess að Riley gaf Ashley Cole hjá Chelsea aðeins gult spjald fyrir grófa tæklingu hans á Alan Hutton hjá Tottenham í æsilegu 4-4 jafntefli liðanna í úrvalsdeildinni fyrir nokkru. Þetta var ekki eina vafaatvikið í leiknum og fékk dómarinn ekki sérlega góða umsögn fyrir frammistöðu sína.

Riley mun dæma leik Charlton og Wolves á laugardaginn og leik Charlisle og Nottingham Forest þremur dögum síðar.

Daily Mail fer langt með að fullyrða að hér sé yfirmaður dómarasamtakanna að lækka Riley í tign vegna lélegrar frammistöðu og að til greina komi að Riley dæmi ekki meira í úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Leikur Tottenham og Chelsea var reyndar fyrsti úrvalsdeildarleikur Riley síðan hann datt úr náðinni eftir lélega frammistöðu í leik Blackburn og Fulham þann 8. mars segir í Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×