Enski boltinn

Liverpool treystir of mikið á Torres og Gerrard

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Gerrard og Fernando Torres kátir saman í leik gegn Inter í Meistaradeildinni. GettyImages/NordicPhotos
Steven Gerrard og Fernando Torres kátir saman í leik gegn Inter í Meistaradeildinni. GettyImages/NordicPhotos

Stephane Henchoz, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að hans gamla félag treysti of mikið á Steven Gerrard og Fernando Torres til að geta gert atlögu að enska meistaratitlinum.

„Ef að Gerrard og Torres væru ekki að spila svona vel þá á ég erfitt með að sjá hvaðan mörkin ættu að koma," sagði Henchoz.

„Ef liðið ætlar að keppa um meistaratitilinn þarf það að fá tvo til þrjá mjög sterka leikmenn," sagði Henchoz en Gerrard og Torres hafa skorað 30 af 55 deildarmörkum Liverpool á leiktíðinni.

Henchoz yfirgaf Anfield í janúar 2005, sjö mánuðum eftir að Benítez tók við stjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×