Enski boltinn

Capello sá framfarir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Athyglin beindist að Beckham og Capello í kvöld.
Athyglin beindist að Beckham og Capello í kvöld.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var nokkuð sáttur við frammistöðu enska landsliðsins gegn Frakklandi þrátt fyrir tap.

„Við vorum að mæta andstæðingi í fremstu röð og stóðum okkur vel að mínu mati. Liðið lék vel, gaf franska liðinu lítið pláss og menn voru að leggja sig fram," sagði Capello.

„Ég var sérstaklega sáttur við liðið í fyrri hálfleiknum en því miður fengum við þessa vítaspyrnu á okkur. En á heildina litið er ég sáttur því ég tek eftir framförum hjá liðinu."

Capello segist enn vera ða meta styrkleika og veikleika liðsins fyrir fyrsta leik í undankeppni HM sem verður gegn Andorra 6. september. „Ég þarf að sjá alla leikmenn spila, sérstaklega í alvöru leikjum eins og þessum," sagði Capello.

Hann gaf vísbendingar um að David Beckham væri í framtíðaráætlunum hans. „Beckham var fínn og hefði getað spilað lengur en hann gerði. Ég tók hann af velli því ég þurfti að sjá aðra leikmenn spila," sagði Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×