Enski boltinn

Ameobi lánaður til Stoke

Elvar Geir Magnússon skrifar
Shola Ameobi.
Shola Ameobi.

Stoke City hefur fengið sóknarmanninn Shola Ameobi lánaðan frá Newcastle. Þessi 26 ára leikmaður hefur skorað 46 mörk í rúmlega 100 leikjum með Newcastle en hefur aðeins tvisvar komið við sögu síðan Kevin Keegan tók við liðinu.

Stoke er í efsta sæti ensku 1. deildarinnar og segir stjóri liðsins, Tony Pulis, að með þessu sé Stoke að sýna að allt sé gert til að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.

Fleiri 1. deildarlið voru að styrkja sig í dag en Crystal Palace sem situr í 8. sæti deildarinnar hefur fengið sóknarmanninn Scott Sinclair lánaðan frá Chelsea. Fyrr á leiktíðinni var Sinclair lánaður til Charlton en fékk fá tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×