Fleiri fréttir

Keegan fær að kaupa í sumar

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur staðfest að hann muni verða duglegur á leikmannamarkaðnum í sumar. Hann segir þó að markmið sitt hjá félaginu í augnablikinu sé að bjarga Newcastle frá falli.

Eduardo farinn heim af sjúkrahúsi

Knattspyrnumaðurinn Eduardo hjá Arsenal hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og sendur til síns heima eftir að hafa fótbrotnað illa í leik um helgina. Hann var aðeins fjóra daga á sjúkrahúsi og horfir fram á að minnsta kosti níu mánuði frá keppni.

Kók, súkkulaði og majónes

Mikel Arteta hjá Everton hefur nú sagt frá því hvað landar hans í þjálfunarteymi Tottenham voru gáttaðir þegar þeir komust að því hvað var á matseðlinum hjá leikmönnum liðsins áður en Juande Ramos tók við.

Everton sækir um í Intertoto

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur sótt um að fá að vera með í Intertoto keppninni á næsta tímabili ef ske kynni að liðið kæmist ekki í Evrópukeppni í gegn um deildina.

Engin pressa á Alves fyrr en á næsta ári

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segist ætla að fara að ráðum Arsene Wenger þegar kemur að því að slípa framherjann Alfonso Alves inn í leik Boro liðsins.

Crespo langar að spila með Roma

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hjá Inter hefur lýst því yfir að hann væri alveg til í að ganga í raðir Roma á næstu leiktíð. Crespo hefur lítið fengið að spila með Inter í vetur.

Kaka gæti átt stuttan feril

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segist óttast að Brasilíumaðurinn Kaka gæti þurfti að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum eins og Hollendingurinn Marco Van Basten nema hann fái meiri vernd frá dómurum.

Grant mætti ekki á stjóranámskeiðið

Nokkur óvissa ríkir nú með framtíð Avram Grant í stjórastólnum hjá Chelsea að mati breskra fjölmiðla eftir að hann mætti ekki á þjálfaranámskeið í heimalandi sínu á dögunum.

DIC á eftir hlut Gillett

Dubai International Capital hópurinn sem hefur áhuga á að eignast Liverpool, er nú á höttunum eftir hlut George Gillett í félaginu samkvæmt fréttum frá Englandi. Gillett á helmingshlut í Liverpool en meðeigandi hans Tom Hicks harðneitaði í gær að íhuga að selja sinn hlut.

Ten Cate: Við skiptumst á blótsyrðum

Hollenski þjálfarinn Henk ten Cate hjá Chelsea hefur viðurkennt að hann og John Terry fyrirliði hafi látið blótsyrðunum rigna hvor yfir annan á æfingunni fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn síðasta.

Beckham hefur áhyggjur af 100. leiknum

David Beckham segist gera sér fulla grein fyrir því að það verði ekki auðvelt fyrir sig að ná að spila 100. landsleikinn sinn fyrir Englendinga, en hann hefur mikið að sanna fyrir Fabio Capello ef hann ætlar sér að ná í enska hópinn fyrir leikinn gegn Frökkum þann 26. mars næstkomandi.

Neville lék 60 mínútur í gær

Fyrirliðinn Gary Neville spilaði klukkutíma með varaliði Manchester United í gærkvöld þegar það tapaði 2-0 varaliði Liverpool. Þetta er nýjasta tilraun hins 33 ára gamla bakvarðar til að snúa aftur úr erfiðum meiðslum.

Stuttgart tapaði fyrir 2. deildarliði

Það er alltaf nóg um óvænt úrslit í þýsku bikarkeppninni. Stuttgart féll úr leik fyrir 2. deildarliðinu Carl Jeiss Jena eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2.

Óvænt tap hjá Stoke

Þrír leikir voru í ensku 1. deildinni í kvöld. Athyglisverðustu úrslitin voru 2-0 sigur Preston á toppliði Stoke City en með sigrinum komst Preston úr fallsæti í deildinni.

Markalaust í Tórínó-slagnum

Einn leikur var í ítölsku A-deildinni í kvöld. Juventus og Tórínó gerðu markalaust jafntefli í grannaslag. Bæði lið áttu skot í tréverkið í leiknum en tókst ekki að finna leiðina yfir línuna góðu.

Saha gæti orðið lykillinn að meistaratitlinum

Sir Alex Ferguson trúir því að Louis Saha gæti leikið lykilhlutverk í titilvörn Englandsmeistarana. Sá franski skoraði eitt marka Manchester United í 5-1 sigrinum á Newcastle síðasta laugardag.

Ancelotti reiknar með Kaka

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist sannfærður um að brasilíski snillingurinn Kaka verði tilbúinn í slaginn fyrir seinni viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

FH fær varnarmanninn Halldór Kristinn frá Leikni

Bikarmeistarar FH hafa fengið varnarmanninn Halldór Kristinn Halldórsson frá Leikni í Breiðholti. Halldór er aðeins nítján ára gamall en þrátt fyrir það á hann rúmlega hundrað mótsleiki að baki með meistaraflokki Leiknis.

Given aftur í aðgerð?

Shay Given, markvörður Newcastle, er enn og aftur að kljást við meiðsli í nára og gæti þurft í aðra aðgerð. Þessi 31. árs leikmaður þurfti að fara af velli þegar lið hans steinlá fyrir Englandsmeisturum Manchester United um síðustu helgi.

Nugent lánaður til Ipswich

David Nugent verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Ipswich í lok vikunnar. Hann verður lánaður frá Portsmouth sem keypti hann á rúmar sex milljónir punda frá Preston síðasta sumar.

De la Hoya íhugar að kaupa knattspyrnufélag

Hnefaleikarinn Oscar de la Hoya er í forsvari fyrir hóp fjárfesta sem sagðir eru hafa í hyggju að kaupa knattspyrnufélagið Houston Dynamo í Bandaríkjunum, sem er ríkjandi MLS meistari. Dynamo liðið hefur aðeins verið tvö ár í Houston en var þar áður í San Jose í Kaliforníu.

Áfrýjun Aliadiere vísað frá

Framherjinn Jeremie Aliadiere hjá Middlesbrough þaf að sitja af sér þriggja leikja bann eftir að áfrýjun félagsins á rauða spjaldið sem hann fékk að líta um helgina var vísað frá. Hann fékk rautt spjald í leik gegn Liverpool fyrir að slá til Javier Mascherano.

Downing skrifar undir hjá Boro

Vængmaðurinn Stewart Downing skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough, nokkrum dögum eftir að hann lýsti því yfir að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu.

Fernando Torres er leikmaður 27. umferðar

Fernando Torres fór mikinn um helgina og skoraði þrennu í 3-2 sigri Liverpool á Middlesbrough. Spánverjinn hefur nú skorað 21 mark í öllum keppnum fyrir þá rauðu á leiktíðinni.

Hicks ætlar ekki að selja

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hefur neitað frétt Times í morgun þar sem því var haldið fram að hann ætlaði að selja hlut sinn í Liverpool.

Hicks og Gillett að selja Liverpool?

Breska blaðið Times segir að Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett hafi gefið DIC frá Dubai grænt ljós á að skoða bókhald Liverpool með það fyrir augum að DIC geri formlegt yfirtökutilboð í félagið í næsta mánuði.

Mourinho fór í bíó meðan Chelsea lék til úrslita

Jose Mourinho var ekki spenntur fyrir úrslitaleik Chelsea og Tottenham í deildabikarnum um helgina og fór í bíó með syni sínum frekar en að horfa á leikinn. Hann stillti á endursýninguna frá leiknum síðar um kvöldið en gafst upp á því að fylgdist frekar með portúgalska og spænska boltanum. Vinur Mourinho greindi The Sun frá þessu í dag, en svo virðist sem áhugi Portúgalans á Chelsea fari minnkandi.

Átök á æfingu hjá Chelsea á laugardag

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að þeir John Terry og Henk ten Cate hafi verið við það að slást á æfingu hjá Chelsea á laugardaginn - daginn fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum.

Eduardo fyrirgefur Taylor brotið ljóta

Króatíumaðurinn Eduardo hjá Arsenal segist vera búinn að fyrirgefa Martin Taylor hjá Birmingham tæklinguna sem kostar hann hátt í ár frá knattspyrnuiðkun.

Zlatan tæpur fyrir síðari leikinn gegn Liverpool

Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic gæti misst af síðari leik Inter og Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna hnémeiðsla. Hann missir væntanlega af leik Inter og Roma í A-deildinni annað kvöld.

Chimbonda biðst afsökunar

Franski varnarmaðurinn Pascal Chimbonda hjá Tottenham hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir að honum var skipt af velli í úrslitaleiknum í deildarbikarnum um helgina.

Andy Cole yfirheyrður vegna meints heimilisofbeldis

Framherjinn Andy Cole hjá hjá Burnley var kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir meinta árás á konu sína. Hann var handtekinn í gær en var síðar leyft að fara gegn tryggingu. Málið er í rannsókn. Cole lék áður með Manchester United og enska landsliðinu en er nú í láni hjá Burnley frá Sunderland.

Everton aftur upp í fjórða sætið

Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Manchester City tók á móti Everton. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Everton en Joleon Lescott og Ayegbeni Yakubu skoruðu mörkin.

Níu mánuðir í Eduardo

Reiknað er með að Eduardo da Silva nái sér að fullu eftir fótbrotið um helgina. Þetta segir í tilkynningu á heimasíðu Arsenal.

Taylor hótað lífláti

Martin Taylor, varnarmaður Birmingham, hefur fengið líflátshótanir eftir að hafa fótbrotið Eduardo da Silva. Margar hverjar eru þær frá króatískum stuðningsmönnum.

Þeir tíu tryggustu

Það er mjög sjaldgæft í dag að sterkir leikmenn leiki með sama liðinu allan sinn feril. Það eru þó nokkrar breskar fótboltastjörnur sem hafa haldið mikilli tryggð við sitt lið.

AC Milan án Kaka gegn Arsenal?

Svo gæti farið að hinn brasilíski Kaka verði ekki með AC Milan í seinni leiknum gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Kaka hefur verið að glíma við hnémeiðsli síðustu mánuði en hefur hinsvegar getað leikið.

Everton heimsækir City í kvöld

Einn leikur er í kvöld í ensku úrvalsdeildinni en það er viðureign Manchester City. Bæði lið eiga þá von að ná fjórða sæti deildarinnar sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn í kvöld er því þýðingarmikill.

Sá illa hluta úr úrslitaleiknum

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segist hafa séð mjög illa hluta úr bikarúrslitaleiknum við Tottenham um helgina eftir að hann fékk skot í höfuðið.

King: Ég á nóg eftir

Varnarjaxlinn Ledley King segist eiga bjarta framtíð fyrir höndum með liði Tottenham þrátt fyrir að hafa verið í gríðarlegum erfiðleikum vegna meiðsla undanfarin tvö ár.

Ronaldo: Kemur til greina að hætta

Brasilíski framherjinn Ronaldo segir alls ekki útilokað að hann leggi skóna á hilluna eftir að hann meiddist illa á hné í leik með AC Milan fyrir hálfum mánuði.

Sigurður tilkynnir hópinn fyrir Algarve Cup

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið kvennalandsliðshópinn sem tekur þátt í Algarve Cup mótinu í næsta mánuði þar sem mótherjar liðsins verða Portúgal, Írland og Pólland.

Englendingar fara of snemma út í þjálfun

Gerard Houllier, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, segir að leikmenn á Englandi séu of blautir á bak við eyrun þegar þeir hefja stjóraferil sinn. Hann vísar þar í menn eins og Gareth Southgate, Bryan Robson og Stuart Pearce.

Taylor er í öngum sínum

Martin Taylor, leikmaður Birmingham, heimsótti Króatann Eduardo í tvígang á sjúkrahús um helgina eftir að hafa fótbrotið hann illa í leik á laugardaginn.

Ramos er ekki hættur

Juande Ramos, stjóri Tottenham, var ekki lengi að ná í sinn fyrsta bikar með liði Tottenham eftir að hann tók við liðinu. Tottenham vann í gær sinn fyrsta bikar á öldinni undir stjórn Spánverjann, sem hefur reynst gríðarlega sigursæll í bikarkeppnum undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir