Enski boltinn

Grant mætti ekki á stjóranámskeiðið

Nordic Photos / Getty Images

Nokkur óvissa ríkir nú með framtíð Avram Grant í stjórastólnum hjá Chelsea að mati breskra fjölmiðla eftir að hann mætti ekki á þjálfaranámskeið í heimalandi sínu á dögunum.

Grant hefur ekki full réttindi til að stýra liði í Evrópukeppnum samkvæmt stöðlum Knattspyrnusambands Evrópu og hefur setið námskeið í heimalandi sínu Ísrael.

Grant mætti ekki á síðasta námskeið og bar við annríki, en formaður ísraelsku þjálfarasamtakanna hefur áhyggjur af þessu.

"Ég held að Grant eigi eftir að vinna upp tapaðan tíma en allir þjálfararnir vita að þeir þurfa að sýna fram á 70% mætingu ef þeir ætla að útskrifast. Ef Grant nær því ekki verður komið fram við hann eins og aðra sem mæta ekki - hann nær ekki námskeiðinu og fær því ekki þjálfunarréttindin," sagði formaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×