Enski boltinn

Chimbonda biðst afsökunar

Nordic Photos / Getty Images

Franski varnarmaðurinn Pascal Chimbonda hjá Tottenham hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir að honum var skipt af velli í úrslitaleiknum í deildarbikarnum um helgina.

Juande Ramos knattspyrnustjóri skipti Chimbonda þá af velli til að bæta sóknarleikinn eftir að Tottenham lenti undir og bakvörðurinn tók illa í það og stormaði til búningsherbergja í fýlu.

Herbragð Ramos heppnaðist vel og Tottenham landaði sigri í leiknum, en hegðun Frakkans féll fjarri því vel í félaga hans og stjórann.

"Ég var bara reiður að vera tekinn af velli í svona mikilvægum leik," sagði hann í samtali við Sun. "Stjórinn hefur útskýrt af hverju hann tók mig af velli og ég hef beðið félaga mína afsökunar. Þeir skilja þetta og allt er í góðu," sagði Chimbonda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×