Enski boltinn

Fernando Torres er leikmaður 27. umferðar

Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres fór mikinn um helgina og skoraði þrennu í 3-2 sigri Liverpool á Middlesbrough. Spánverjinn hefur nú skorað 21 mark í öllum keppnum fyrir þá rauðu á leiktíðinni.

Sjáðu myndband með leikmanni umferðarinnar hér.

Torres hefur sett sér það markmið að skora lágmark 30 mörk fyrir Liverpool á leiktíðinni og ef marka má formið á kappanum, væri ekki ólíklegt ef það tækist.

"Ég er þegar búinn að skora 21 mark og ég á lágmark 14 leiki eftir í deild og Evrópukeppni - svo ég stefni á að skora meira. Þetta hefur verið frábært tímabil fyrir mig en það er mikilvægast að liðinu gangi vel. Ég hefði þó ekkert á móti því að ná 30 mörkum," sagði Torres.

Margir drógu í efa að Torres ætti eftir að standa sig á Englandi þó hann hefði verið lykilmaður og fyrirliði Atletico Madrid um árabil þrátt fyrir ungan aldur.

"Ég er búinn að koma mér fyrir, fell inn í leik liðsins og skora mörk. Ég hef ekki átt erfitt með að venjast því hve fast er leikið hérna á Englandi og ég vona að ég verði hér áfram," sagði Torres.

Nafn: Fernando José Torres Sanz

Fæddur: 20. mars árið 1984 í Madríd á Spáni

Lið: Atletico Madrid (2001-07) og Liverpool (2007-)

Númer: 9




Fleiri fréttir

Sjá meira


×