Enski boltinn

Nugent lánaður til Ipswich

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Nugent við komuna til Portsmouth.
David Nugent við komuna til Portsmouth.

David Nugent verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Ipswich í lok vikunnar. Hann verður lánaður frá Portsmouth sem keypti hann á rúmar sex milljónir punda frá Preston síðasta sumar.

Þessi 22 ára sóknarmaður hefur aðeins byrjað í fjórum úrvalsdeildarleikjum á leiktíðinni og hefur enn ekki skorað sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth.

Ipswich er í sjöunda sæti ensku 1. deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×