Enski boltinn

Andy Cole yfirheyrður vegna meints heimilisofbeldis

Nordic Photos / Getty Images
Framherjinn Andy Cole hjá hjá Burnley var kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir meinta árás á konu sína. Hann var handtekinn í gær en var síðar leyft að fara gegn tryggingu. Málið er í rannsókn. Cole lék áður með Manchester United og enska landsliðinu en er nú í láni hjá Burnley frá Sunderland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×