Enski boltinn

Ten Cate: Við skiptumst á blótsyrðum

Nordic Photos / Getty Images

Hollenski þjálfarinn Henk ten Cate hjá Chelsea hefur viðurkennt að hann og John Terry fyrirliði hafi látið blótsyrðunum rigna hvor yfir annan á æfingunni fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn síðasta.

Hann segir þá ekki hafa verið sammála en bendir á að mönnum sé oft heitt í hamsi á æfingum og segir þetta ekki skemma fyrir liðinu.

"Við erum báðir mjög heitir, en við berum fulla virðingu hvor fyrir öðrum," sagði Ten Cate í samtali við Sun í dag. Cate gekk í raðir Chelsea sem þjálfari frá Ajax í október.

"Við vorum bara að rífast um það hversu hart við ættum að taka á því á æfingunni. Það er bara hluti af þessu og við skiptumst á nokkrum blótsyrðum, en það er algengt á Englandi," sagði Hollendingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×