Enski boltinn

Everton aftur upp í fjórða sætið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fyrra markinu fagnað en það skoraði Ayegbeni Yakubu í fyrri hálfleiknum.
Fyrra markinu fagnað en það skoraði Ayegbeni Yakubu í fyrri hálfleiknum.

Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Manchester City tók á móti Everton. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Everton en Joleon Lescott og Ayegbeni Yakubu skoruðu mörkin.

Fyrra markið kom eftir hálftíma leik og hitt sjö mínútum síðar þegar varnarmaðurinn Lescott skoraði með skalla.

Undir lok leiksins fékk Stilian Petrov, leikmaður City, að líta rauða spjaldið. Með sigrinum er Everton komið með 50 stig í fjórða sæti deildarinnar en City hefur sex stigum minna í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×