Enski boltinn

Taylor er í öngum sínum

Nordic Photos / Getty Images

Martin Taylor, leikmaður Birmingham, heimsótti Króatann Eduardo í tvígang á sjúkrahús um helgina eftir að hafa fótbrotið hann illa í leik á laugardaginn.

Taylor var sakaður um að hafa reynt viljandi að meiða Eduardo en hann er sagður hafa verið í öngum sínum eftir atvikið. Hann reyndi að heimsækja Eduardo á sjúkrahúsið strax á laugardaginn en þurfti frá að hverfa þar sem Króatinn var í uppskurði. Hann fór aftur á sjúkrahúsið í gær og baðst afsökunar, en Eduardo er sagður hafa tekið vel í það og einbeitir sér fyrst og fremst að því að ná bata. Talið er að hann verði í minnsta kosti eitt ár frá keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×