Enski boltinn

Átök á æfingu hjá Chelsea á laugardag

John Terry mun hafa verið mjög ósáttur við Ten Cate
John Terry mun hafa verið mjög ósáttur við Ten Cate Nordic Photos / Getty Images

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að þeir John Terry og Henk ten Cate hafi verið við það að slást á æfingu hjá Chelsea á laugardaginn - daginn fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum.

Heimildamaður Sun segir að mikil spenna hafi verið í hóp Chelsea fyrir úrslitaleikinn því enginn hafi haft hugmynd um hvernig Avram Grant ætlaði að stilla upp liði sínu.

Þeir Terry og Ten Cate eiga að hafa rifist eins og hundur og köttur og Hollendingurinn gaf hvergi eftir, svo leikmenn þurftu að stíga í milli. Terry neitaði síðar að taka við afsökunarbeiðni frá þjálfaranum að sögn vitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×