Enski boltinn

Eduardo fyrirgefur Taylor brotið ljóta

AFP

Króatíumaðurinn Eduardo hjá Arsenal segist vera búinn að fyrirgefa Martin Taylor hjá Birmingham tæklinguna sem kostar hann hátt í ár frá knattspyrnuiðkun.

"Ég fyrirgef Martin. Þetta var hræðilega vont en ég er góður núna. Ég veit að hann gerði þetta ekki viljandi," er haft eftir Eduardo í The Sun.

"Ég var skelfingu lostinn þegar ég sá fótinn á mér og velti því fyrir mér hvað yrði um mig, en nú veit ég að þetta verður allt í lagi. Svona hlutir gerast í knattspyrnunni og það er áhætta að spila þennan leik," sagði Eduardo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×