Enski boltinn

Beckham hefur áhyggjur af 100. leiknum

NordicPhotos/GettyImages

David Beckham segist gera sér fulla grein fyrir því að það verði ekki auðvelt fyrir sig að ná að spila 100. landsleikinn sinn fyrir Englendinga, en hann hefur mikið að sanna fyrir Fabio Capello ef hann ætlar sér að ná í enska hópinn fyrir leikinn gegn Frökkum þann 26. mars næstkomandi.

Beckham var ekki í hóp Englendinga gegn Sviss fyrr í þessum mánuði og óttast að ná ekki í nægilega leikæfingu til að verða fyrir valinu í næsta mánuði.

"Ég er ekki í neinni leikæfingu og hef ekki gert neitt nema æfa," sagði Beckham sem undirbýr sig nú fyrir æfingaleik með LA Galaxy í Kóreu á laugardag.

"Auðvitað vildi ég ná 100. leiknum en ég verð að vera í líkamlegu standi til að vinna mér sæti í liðinu," sagði Beckham og hrósaði Capello landsliðsþjálfara.

"Ég hef spilað fyrir Capello áður og hann er frábær þjálfari. Hann velur bara leikmenn sem eru í standi til að spila og ég skil því afstöðu hans mætavel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×