Enski boltinn

Engin pressa á Alves fyrr en á næsta ári

Boro keypti Alves frá Heerenveen fyrir metfé
Boro keypti Alves frá Heerenveen fyrir metfé

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segist ætla að fara að ráðum Arsene Wenger þegar kemur að því að slípa framherjann Alfonso Alves inn í leik Boro liðsins.

Brasilíumaðurinn hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með Boro til þessa sem varamaður eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Heerenveen fyrir hátt í 13 milljónir punda.

"Enski boltinn er mikið hraðari en Alfonso á að venjast og því reikna ég ekki með því að sjá hans bestu hliðar fyrr en á næsta tímabili. Við gætum enn séð eitthvað gott frá honum en ég vildi ekki henda honum of snemma í djúpu laugina því þá gæti fólk haldið að hann væri ekki maður í að spila á Englandi. Ég hef horfti til þess hvernig Arsene Wenger gefur leikmönnum sínum tækifæri til að aðlagast leik Arsenal smátt og smátt," sagði Southgate.

Hann er þar að meina leikmenn eins og Robert Pires, Alexander Hleb og Emmanuel Adebayor, svo einhverjir séu nefndir, en þeir áttu frekar rólega fyrstu leiktíð með liðinu áður en þeir sprungu út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×