Enski boltinn

Níu mánuðir í Eduardo

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eduardo borinn af velli.
Eduardo borinn af velli.

Reiknað er með að Eduardo da Silva nái sér að fullu eftir fótbrotið um helgina. Þetta segir í tilkynningu á heimasíðu Arsenal.

Hárrétt og skjót viðbrögð sjúkraliða eftir meiðslin gera þetta að verkum en í fyrstu voru taldar líkur á því að meiðslin gætu bundið enda á feril Eduardo.

Vonast er til að Eduardo geti farið að hlaupa aftur eftir sex mánuði og verði búinn að ná sér að fullu eftir níu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×