Enski boltinn

Mourinho fór í bíó meðan Chelsea lék til úrslita

Mourinho hefur lítinn áhuga á Chelsea
Mourinho hefur lítinn áhuga á Chelsea Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho var ekki spenntur fyrir úrslitaleik Chelsea og Tottenham í deildabikarnum um helgina og fór í bíó með syni sínum frekar en að horfa á leikinn. Hann stillti á endursýninguna frá leiknum síðar um kvöldið en gafst upp á því að fylgdist frekar með portúgalska og spænska boltanum. Vinur Mourinho greindi The Sun frá þessu í dag, en svo virðist sem áhugi Portúgalans á Chelsea fari minnkandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×