Enski boltinn

Englendingar fara of snemma út í þjálfun

Nordic Photos / Getty Images

Gerard Houllier, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, segir að leikmenn á Englandi séu of blautir á bak við eyrun þegar þeir hefja stjóraferil sinn. Hann vísar þar í menn eins og Gareth Southgate, Bryan Robson og Stuart Pearce.

"Þú getur ekki farið beint í stjórastólinn þegar þú hættir að spila í Frakklandi," sagði Houllier. Myndi forstjóri treysta reynslulausum manni í lykilstöðu innan fyrirtækisins? Nei, það myndi hann ekki gera, en það tíðkast í fótboltanum," sagði Houllier í viðtali í þættinum Inside Sport á BBC.

"Ég er viss um að Bryan, Stuart og Gareth hefðu kosið að fá lengri aðlögunartíma og ef til vill starfa sem aðstoðarstjórar í tvö eða þrjú ár," sagði Houllier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×