Enski boltinn

Hicks ætlar ekki að selja

Nordic Photos / Getty Images

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hefur neitað frétt Times í morgun þar sem því var haldið fram að hann ætlaði að selja hlut sinn í Liverpool.

Hann vísar því einnig á bug að hann ætli að leyfa DIC, arabíska fjárfestingafélaginu sem vill kaupa Liverpool, að fara yfir bókhaldið hjá félaginu með fyrirhugað yfirtökutilboð í huga.

Ekki hefur verið staðfest hvort félagi hans George Gillett sé að hugleiða að selja sinn hlut í félaginu.


Tengdar fréttir

Hicks og Gillett að selja Liverpool?

Breska blaðið Times segir að Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett hafi gefið DIC frá Dubai grænt ljós á að skoða bókhald Liverpool með það fyrir augum að DIC geri formlegt yfirtökutilboð í félagið í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×