Enski boltinn

Sá illa hluta úr úrslitaleiknum

Cech hafði ekki heppnina með sér í framlengingunni
Cech hafði ekki heppnina með sér í framlengingunni Nordic Photos / Getty Images

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segist hafa séð mjög illa hluta úr bikarúrslitaleiknum við Tottenham um helgina eftir að hann fékk skot í höfuðið.

"Eftir að ég fékk boltann í andlitið sá ég mjög illa og þekkti ekki andlit leikmanna. Ég sá ekkert með vinstra auganu. En ég vildi ekki fara af velli því þá fannst mér ég vera að bregðast liðinu. Þetta lagaðist svo í framlengingunni þannig að ég þurfti ekkert að fara útaf," sagði Cech.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×