Enski boltinn

Saha gæti orðið lykillinn að meistaratitlinum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Saha í leik með United.
Saha í leik með United.

Sir Alex Ferguson trúir því að Louis Saha gæti leikið lykilhlutverk í titilvörn Englandsmeistarana. Sá franski skoraði eitt marka Manchester United í 5-1 sigrinum á Newcastle síðasta laugardag.

„Louis er öðruvísi leikmaður en aðrir í hópnum. Hann gefur okkur mikinn styrk og það er frábært að fá hann aftur," sagði Sir Alex en Saha hefur jafnað sig á hnémeiðslum sem hafa verið að hrjá hann á leiktíðinni.

„Þetta verður jöfn barátta allt til enda. Sem stendur eru allir í mínum hópi leikfærir og það hefur mikið að segja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×