Enski boltinn

King: Ég á nóg eftir

Nordic Photos / Getty Images

Varnarjaxlinn Ledley King segist eiga bjarta framtíð fyrir höndum með liði Tottenham þrátt fyrir að hafa verið í gríðarlegum erfiðleikum vegna meiðsla undanfarin tvö ár.

Þeir svartsýnustu hafa slegið því fram að King þurfi brátt að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla, en hann stóð sig vel í úrslitaleiknum í deildarbikarnum um helgina og er ekki hættur.

"Ég á nóg eftir og ég verð áfram hjá liðnu - ég er viss um að við eigum eftir að vinna fleiri bikara. Ég hef verið í vandræðum með hnéð á mér en ég hef engar áhyggjur af því.

King hélt vel og rækilega upp á sigurinn í deildarbikarnum með félögum sínum og Daily Mail náði myndum af King þar sem honum var fleygt drukknum út af klúbbi í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×