Enski boltinn

Hicks og Gillett að selja Liverpool?

AFP

Breska blaðið Times segir að Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett hafi gefið DIC frá Dubai grænt ljós á að skoða bókhald Liverpool með það fyrir augum að DIC geri formlegt yfirtökutilboð í félagið í næsta mánuði.

Tom Hicks hefur ítrekað lýst því yfir að hann muni ekki selja 50% hlut sinn í félaginu en sífelldur orðrómur hefur verið uppi um að Dubai fjárfestarnir í Dubai International Capital hafi mikinn áhuga á að eignast félagið.

Times heldur því fram að Gillett gæti jafnvel selt helmingshlut sinn í Liverpool strax í næsta mánuði, en að Hicks muni jafnvel selja hluta af sínum hlut í félaginu og halda áfram sitja í stjórn félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×