Enski boltinn

Given aftur í aðgerð?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Shay Given í eldlínunni.
Shay Given í eldlínunni.

Shay Given, markvörður Newcastle, er enn og aftur að kljást við meiðsli í nára og gæti þurft í aðra aðgerð. Þessi 31. árs leikmaður þurfti að fara af velli þegar lið hans steinlá fyrir Englandsmeisturum Manchester United um síðustu helgi.

Ljóst er að Given leikur ekki með Newcastle gegn Blackburn um næstu helgi. Sérfræðingur mun skoða hann og ef hann þarf að fara í aðgerð mun hann ekki spila meira á þessari leiktíð.

Newcastle hefur þó hinn reyndar Steve Harper sem varamakvörð og er hann svo sannarlega betri en enginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×