Enski boltinn

Everton heimsækir City í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Richard Dunne skeiðar með knöttinn þegar þessi lið mættust fyrr á leiktíðinni.
Richard Dunne skeiðar með knöttinn þegar þessi lið mættust fyrr á leiktíðinni.
Einn leikur er í kvöld í ensku úrvalsdeildinni en það er viðureign Manchester City. Bæði lið eiga þá von að ná fjórða sæti deildarinnar sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn í kvöld er því þýðingarmikill.

Liverpool, Everton og Aston Villa hafa öll 47 stig og eru í 4. - 6. sæti deildarinnar. Manchester City er þremur stigum á eftir og getur því komist upp að hlið þessara liða með sigri í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 á heimavelli City og verður hann að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn 2.

Miðjumaðurinn Elano og varnarmaðurinn Vedran Corluka snúa aftur í leikmannahóp City eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta deildarleik. Þá mun varnarmaðurinn Jesph Yobo koma aftur inn í hópinn hjá Everton en hann var hvíldur í Evrópuleiknum gegn Brann þar sem gult spjald hefði útilokað hann frá næstu umferð.

Varnarmaðurinn Richard Dunne hefur átt frábæra leiktíð hjá Manchester City á leiktíðinni en hann er fyrrum leikmaður Everton. „Hann hefur verið virkilega sterkur. Ég sá hann gegn Manchester City fyrir tveimur vikum og þar var hann frábær. Hann er góður fyrirliði, leiðtogi á velli og einnig góður leikmaður," sagði David Moyes, stjóri Everton, um Dunne.

Það er skemmtileg staðreynd að þessi tvö lið eru þau einu í deildinni sem hafa ekki fengið dæmda vítaspyrnu á þessari leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×