Enski boltinn

Taylor hótað lífláti

Elvar Geir Magnússon skrifar

Martin Taylor, varnarmaður Birmingham, hefur fengið líflátshótanir eftir að hafa fótbrotið Eduardo da Silva. Margar hverjar eru þær frá króatískum stuðningsmönnum sem fá ekki að sjá eina helstu stjörnu Króatíu með liðinu á Evrópumótinu í sumar.

Margar hótanirnar hafa komið í gegnum internetið en til dæmis var sett upp sérstök heimasíða þar sem um 30 þúsund skilaboðum hefur verið beint til Martin Taylor.

Einnig hefur leikmaðurinn orðið fyrir ofsóknum króatískra fjölmiðlamanna. Hinsvegar hafa margir innan fótboltaheimsins lýst yfir stuðningi við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×