Fleiri fréttir Fylkir vann Breiðablik Fylkir bar sigurorð af Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld með einu marki gegn engu. Markið kom í seinni hálfleik en blikar voru manni færri meirihluta leiks. Blikar gerðu harða hríð að marki fylkismanna án þess að það bæri árangur. Christian Christiansen skoraði mark Fylkis. 13.5.2007 21:10 Framarar jöfnuðu á lokamínútunum Óðinn Árnason jafnaði fyrir framara þegar um tvær mínútur voru eftir af leik Fram og Vals í Landsbankadeildinni. Áður hafði Helgi Sigurðsson, fyrrum leikmaður Fram, komið valsmönnum yfir. Leikurinn endaði því með janftefli, einu marki gegn einu. 13.5.2007 17:51 Helgi skoraði gegn gömlu félögunum Valsmenn eru yfir gegn Fram þegar rúmlega 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Það var Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Fram sem skoraði um miðjan fyrri hálfleik. 13.5.2007 16:23 West Ham verður áfram í úrvalsdeildinni Íslendingaliðinu West Ham United tókst nú fyrir nokkrum mínútum að forða sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Carlos Tevez, argentínski sóknarmaðurinn sem tryggði áframhaldandi veru liðsins í deildinni. 13.5.2007 16:04 Benni McCarthy hugsar sér til hreyfings Benni McCarthy leikmaður Blackburn hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félag sitt ef stórlið eins og Chelsea sækist eftir honum. 12.5.2007 21:38 Kaka orðinn þreyttur Brasilíski knattspyrnumaðurinn Kaka hefur skrifað opinbert bréf til brasilíska knattspyrnusambandsins þar sem hann biðst undan því að leika með brasilíska landsliðinu á Copa America mótinu í sumar. Í bréfinu segist Kaka vera of þreyttur til að taka þátt af fullum krafti. 12.5.2007 19:56 FH sigraði í fyrsta leik Landsbankadeildarinnar Íslandsmeistararnir í FH sigruðu nú rétt í þessu ÍA með þremur mörkum gegn tveimur í hörkuspennandi fyrsta leik Landsbankadeildar karla. Leikurinn fór fram í hvassviðri á heimavelli ÍA á Akranesi. Ekki mátti á milli sjá hjá liðunum þrátt fyrir að ÍA hafi leikið mestanpart leiksins einum manni færri. 12.5.2007 17:23 Spennan magnast fyrir lokaumferð í enska boltanum Spennan fyrir lokaslaginn í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni magnast nú stöðugt en lokaumferðin fer fram á morgun, sunnudag. Wigan, West ham og Sheffield United geta öll fylgt Charlton og Watford niður í fyrstu deild. 12.5.2007 16:17 Samningur undirritaður til eflingar kvennaknattspyrnunnar Tryggingamiðstöðin hefur heitið því að leggja sitt af mörkum til eflingar kvennaknattspyrnunnar á landinu. Til þess hefur hún gert risasamning við bestu knattspyrnukona landsins, Margréti Láru Viðarsdóttur. 12.5.2007 15:48 Southampton 1-2 Derby Steve Howard var hetja Derby þegar liðið lagði Southampton 1:2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli Southampton. 12.5.2007 15:07 Pressan slátraði Börsungum Spænska pressan gekk af göflunum í gær eftir neyðarlegt 4-0 tap Barcelona fyrir Getafe í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Börsungar voru með 5-2 forystu eftir fyrri viðureign liðanna en eru nú úr leik. 12.5.2007 14:00 Hættur með Norður-Írland Lawrie Sanchez verður áfram stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham og hættir því sem þjálfari Norður-Írska landsliðsins. Þetta tilkynnti hann í gær. 12.5.2007 13:30 Á förum frá Liverpool Robbie Fowler mun um helgina leika sinn síðasta leik með Liverpool á ferlinum. Það staðfesti framherjinn í gær en hann fær ekki nýtt samningstilboð frá félaginu. 12.5.2007 13:00 Á toppnum í 44 umferðir í röð FH-ingar hafa setið samfellt í efsta sæti Landsbankadeildar karla í tvö og hálft tímabil og hafa með því fyrir löngu sett nýtt og glæsilegt met í tíu liða efstu deild. Þeir hafa verið á toppnum síðan 19. júlí 2004. 12.5.2007 13:00 Var síðast spáð 8. sætinu 1988 Skagamönnum var spáð 8. sætinu af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum Landsbankadeildar karla í fótbolta. Þetta verður tíunda tímabil þjálfara liðsins, Guðjóns Þórðarsonar, í efstu deild og honum hefur aðeins einu sinni áður verið spáð svo neðarlega í þessarri árlegu spá. 12.5.2007 12:45 Búið að afskrifa okkur Skagamenn Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að búið sé að afskrifa sína menn fyrir opnunarleik Íslandsmótsins í dag en þá mæta Skagamenn Íslandsmeisturum FH á heimavelli. Mikillar tilhlökkunar gætir fyrir leikinn. 12.5.2007 12:30 Leikmenn eiga ekki að veðja á eigin leiki Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, telur ekki eðlilegt að leikmenn í Landsbankadeildinni veðji á eigin leiki og hvað þá á opinberum vettvangi. Á vefsíðunni fótbolti.net hófst í gær nýr liður undir nafninu Tippað á Lengjuna. 12.5.2007 12:00 Hafði ekkert heyrt þar til í gær Norskir fjölmiðlar birtu í fyrradag fréttir um að danska stórliðið Bröndby og stórt lið frá Tyrklandi hefðu augastað á Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Brann. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. 12.5.2007 11:00 Væri að ljúga ef ég segði leikinn ekki sérstakan Leikur ÍA og FH í dag er sérstakur fyrir þær sakir að tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir snúa aftur á sínar heimaslóðir í sínum fyrsta deildarleik með FH. Bræðurnir gengu til liðs við Hafnfirðinga í haust eftir að hafa bjargað ÍA frá falli síðastliðið sumar sem spilandi þjálfarar. 12.5.2007 10:45 Fá mörk í síðustu opnunarleikjum Landsbankadeild karla hefst í dag með leik ÍA og FH upp á Akranesi. Þetta verður sautjánda sinn sem deildin opnar með sérstökum leik síðan að hún innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Mótið hefur byrjað á fleirum en einum leik í fjögur af síðustu fimm skiptum en á árunum 1991 til 2001 var sérstakur opunarleikur á níu af ellefu tímabilum. 12.5.2007 10:15 Byrjar sjötta sumarið á leik við FH Guðjón Þórðarson stjórnar í dag sínum fyrsta leik í íslensku deildinni í tæp ellefu ár þegar Skagamenn fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn upp á Akranes. 12.5.2007 10:00 Ein breyting á reglunum Aðeins ein veruleg breyting hefur verið gerð á knattspyrnulögunum fyrir tímabilið sem hefst nú í dag. Hún snýst um búningamál en ef leikmenn ætla að klæðast flíkum innan undir búning sinn, bæði treyju og buxur, verða þær að vera í sama meginlit og búningurinn. 12.5.2007 08:00 Lögregla yfirheyrir Barton vegna árásar á liðsfélaga Lögregla í Manchester-borg hyggst yfirheyra Joey Barton, leikmann Manchester City, vegna slagsmála við félaga hans, Ousmane Dabo, á æfingu. 11.5.2007 17:01 Boltinn byrjar að rúlla í Landsbankadeildinni á morgun Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun. FH-ingar hefja titilvörn sína á Akranesi í beinni útsendingu á Sýn. Formaður KSÍ segir á næstu 4-5 árum verði bylting í íslenskri knattspyrnu. 11.5.2007 15:40 Fowler kveður Anfield á sunnudaginn Markahrókurinn Robbie Fowler, leikmaður Liverpool, kveður Anfield á sunnudag þegar liðið leikur sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð gegn Charlton. 11.5.2007 14:22 Sanchez hættir með Norður-Íra Lawrie Sanchez var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham um óákveðinn tíma og mun hætta sem þjálfari norðurírska landsliðsins í kjölfarið. 11.5.2007 14:09 Dawson framlengir samning sinn við Tottenham Michael Dawson, varnarmaður Tottenham, hefur framlegt samning sinn við félagið til ársins 2012. Fyrri samningur var til ársins 2011 en félagið vildi verðlaun hann fyrir góða frammistöðu á tímabilinu. 11.5.2007 12:24 FH: Í sérflokki síðustu sumur Fréttablaðið hefur síðustu daga talið niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum FH-ingum Íslandsmeistaratitlinum. FH-ingar eru á eftir sínum fjórða titli í röð og margt bendir til þess að Íslandsbikarinn verði áfram í Krikanum. Liðið er frábært, breiddin einstök, umgjörðin glæsileg og ofan á allt heldur Hafnarfjarðarmafían uppi taktinum og stemningunni í kringum liðið. 10.5.2007 23:45 Tottenham og Blackburn skildu jöfn Tottenham er í vænlegri stöðu með að tryggja sér sjálfkrafa þáttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili eftir 1-1 jafntefli við Blackburn á heimavelli sínum í kvöld. Benni McCarthy kom gestunum yfir eftir 32 mínútur eftir laglega sendingu frá Morten Gamst Pedersen, en Jermain Defoe jafnaði fyrir heimamenn í síðari hálfleik. 10.5.2007 21:03 Getafe burstaði Barcelona Smálið Getafe gerði sér lítið fyrir og burstaði Barcelona 4-0 í síðari leik liðanna í spænska konungsbikarnum í kvöld og tryggði sér þar með sæti í úrslitum þar sem liðið mætir Sevilla. Börsungar unnu fyrri leikinn 5-2 og því reiknuðu fáir með hetjulegri endurkomu Getafe í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann í leiknum eftir að hafa komið inn sem varamaður. 10.5.2007 20:56 Brown og Ball í þriggja leikja bann Michael Brown hjá Fulham og Michael Ball hjá Manchester City voru í dag dæmdir í þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir fólskuleg brot í leik með liðum sínum á dögunum. Brown skallaði Xabi Alonso hjá Liverpool og Ball traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Báðir verða í banni í lokaleik liða sinna um helgina og í fyrstu tveimur leikjunum á næstu leiktíð. 10.5.2007 18:34 Owen valinn í B-lið Englands Michael Owen gæti spilað með enska landsliðinu á ný síðar í þessum mánuði eftir að hann var valinn í B-landsliðshópinn sem mætir Albönum. Ólíklegt verður að teljast að stjórnarformaður Newcastle verði hrifinn af þessu þar sem hann stendur enn í skaðabótamáli vegna meiðsla Owen á HM í sumar. Hér fyrir neðan má sjá enska B-hópinn. 10.5.2007 16:20 Ferdinand líkir Ronaldo við hasarblaðahetju Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, segir að hann hafi oftar en einu sinni verið farinn að óttast um að liðinu tækist ekki að halda efsta sætinu í úrvalsdeildinni í vetur. Hann segir að mark frá Ronaldo hafi endanlega stimplað trú inn í mannskapinn og líkti tilþrifum Portúgalans við tilburði hasarblaðahetjunnar Roy of the Rovers. 10.5.2007 15:11 Frings hafnaði Juventus Þýski landsliðsmaðurinn Torsten Frings hefur framlengt samning sinn við Werder Bremen í Þýskalandi og því verður ekkert af fyrirhugaðri för hans til ítalska liðsins Juventus eins og til stóð. "Ég fékk fínt tilboð frá Juventus en hjartað sagði mér að vera áfram hjá Bremen," sagði Frings sem er nú samningsbundinn félaginu til 2011. 10.5.2007 15:02 Jol: Fólk er búið að gleyma Tottenham Martin Jol og hans menn í Tottenham taka á móti Blackburn í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Jol segir að fólk sé búið að gleyma því síðustu vikur að hans menn eigi góða möguleika á að ná viðunandi árangri í deildinni í vor þó staðan hafi ekki verið glæsileg síðustu vikur. 10.5.2007 14:53 Sidwell fer líklega frá Reading Nú er útlit fyrir að miðjumaðurinn efnilegt Steve Sidwell muni fara frá Reading í sumar, en hann er með lausa samninga hjá félaginu og hefur enn ekki skrifað undir nýjan. Hann er 24 ára gamall og hefur staðið sig vel með liðinu í vetur. Sidwell hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Newcastle í bresku blöðunum undanfarið. 10.5.2007 14:41 Shepherd segir Owen að halda sig við Newcastle Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, var alls ekki kátur með fréttaflutning bresku blaðanna í dag þar sem slúðrað hefur verið um brottför Michael Owen frá félaginu í sumar. Shepherd hvetur Owen til að sýna félaginu hollustu eftir að hafa aðeins spilað 13 leiki með því síðan hann var keyptur fyrir metfé árið 2005. 10.5.2007 14:25 Vill staðfestingu á að Tevez megi spila Stjórnarformaður Wigan hefur ritað forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar bréf þar sem hann krefst því að fá skriflega staðfestingu á því frá deildarmönnum að Argentínumaðurinn Carlos Tevez sé löglegur með West Ham. Wigan á í harðri fallbaráttu við West Ham og örlög liðanna ráðast á sunnudaginn í lokaumferðinni. 10.5.2007 14:16 Draumadeild Landsbankans og Vísis komin á fullt Nú er hin árlega Draumadeild Landsbankans og Vísis komin í loftið. Deildin hefur verið uppfærð mikið frá síðasta ári og nú geta þátttakendur slkipt meira um menn í sínu liði og kominn er SMS virkni og fleira. Skráning fyrstu dagana hefur verið góð, þegar hafa 2.000 lið skráð sig til þátttöku og bætist við með hverri mínútu. 10.5.2007 13:42 Barcelona undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í síðari undanúrslitaleik Getafe og Barcelona í spænska konungsbikarnum og hefur Getafe forystu 2-0. Eiður Smári er á bekknum hjá Barclelona en nú vantar Getafe aðeins eitt mark til að fara áfram í úrslitin. Þá hefur Blackburn yfir 1-0 á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þar sem Benni McCarthy skoraði mark gestanna. 10.5.2007 20:00 Bragðdauft á Brúnni Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. United hafði þegar tryggt sér titilinn og því tefldu bæði lið fram mörgum varaskeifum í leiknum í kvöld og hvíldu lykilmenn fyrir átökin í bikarúrslitaleiknum. 9.5.2007 21:08 Roma valtaði yfir Inter Roma er í góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleik sinn við Inter Milan í ítalska bikarnum. Roma vann 6-2 stórsigur á Mílanóliðinu í dag. Totti, De Rossi og Perrota komu Roma í 3-0 eftir stundarfjórðung og Amantino Manchini og Panucci (2) bættu við mörkum. Hernan Crespo skoraði bæði mörk gestanna. 9.5.2007 18:33 West Ham ætlar ekki að áfrýja Eggert Magnússon og félagar hjá West Ham sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að félagið ætli ekki að áfrýja 5,5 milljón punda sektinni sem félagið var dæmt til að greiða vegna loðinna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Teves í fyrra. 9.5.2007 16:47 Gagnslaust að kæra West Ham Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ritað forsvarsmönnum allra úrvalsdeildarfélaganna á Englandi bréf þar sem fram kemur að tilgangslaust sé að reyna að kæra West Ham frekar vegna Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano. 9.5.2007 16:40 Valur: Þriðja árið hans Willums Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. 9.5.2007 16:14 Sjá næstu 50 fréttir
Fylkir vann Breiðablik Fylkir bar sigurorð af Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld með einu marki gegn engu. Markið kom í seinni hálfleik en blikar voru manni færri meirihluta leiks. Blikar gerðu harða hríð að marki fylkismanna án þess að það bæri árangur. Christian Christiansen skoraði mark Fylkis. 13.5.2007 21:10
Framarar jöfnuðu á lokamínútunum Óðinn Árnason jafnaði fyrir framara þegar um tvær mínútur voru eftir af leik Fram og Vals í Landsbankadeildinni. Áður hafði Helgi Sigurðsson, fyrrum leikmaður Fram, komið valsmönnum yfir. Leikurinn endaði því með janftefli, einu marki gegn einu. 13.5.2007 17:51
Helgi skoraði gegn gömlu félögunum Valsmenn eru yfir gegn Fram þegar rúmlega 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Það var Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Fram sem skoraði um miðjan fyrri hálfleik. 13.5.2007 16:23
West Ham verður áfram í úrvalsdeildinni Íslendingaliðinu West Ham United tókst nú fyrir nokkrum mínútum að forða sér frá falli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Carlos Tevez, argentínski sóknarmaðurinn sem tryggði áframhaldandi veru liðsins í deildinni. 13.5.2007 16:04
Benni McCarthy hugsar sér til hreyfings Benni McCarthy leikmaður Blackburn hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félag sitt ef stórlið eins og Chelsea sækist eftir honum. 12.5.2007 21:38
Kaka orðinn þreyttur Brasilíski knattspyrnumaðurinn Kaka hefur skrifað opinbert bréf til brasilíska knattspyrnusambandsins þar sem hann biðst undan því að leika með brasilíska landsliðinu á Copa America mótinu í sumar. Í bréfinu segist Kaka vera of þreyttur til að taka þátt af fullum krafti. 12.5.2007 19:56
FH sigraði í fyrsta leik Landsbankadeildarinnar Íslandsmeistararnir í FH sigruðu nú rétt í þessu ÍA með þremur mörkum gegn tveimur í hörkuspennandi fyrsta leik Landsbankadeildar karla. Leikurinn fór fram í hvassviðri á heimavelli ÍA á Akranesi. Ekki mátti á milli sjá hjá liðunum þrátt fyrir að ÍA hafi leikið mestanpart leiksins einum manni færri. 12.5.2007 17:23
Spennan magnast fyrir lokaumferð í enska boltanum Spennan fyrir lokaslaginn í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni magnast nú stöðugt en lokaumferðin fer fram á morgun, sunnudag. Wigan, West ham og Sheffield United geta öll fylgt Charlton og Watford niður í fyrstu deild. 12.5.2007 16:17
Samningur undirritaður til eflingar kvennaknattspyrnunnar Tryggingamiðstöðin hefur heitið því að leggja sitt af mörkum til eflingar kvennaknattspyrnunnar á landinu. Til þess hefur hún gert risasamning við bestu knattspyrnukona landsins, Margréti Láru Viðarsdóttur. 12.5.2007 15:48
Southampton 1-2 Derby Steve Howard var hetja Derby þegar liðið lagði Southampton 1:2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli Southampton. 12.5.2007 15:07
Pressan slátraði Börsungum Spænska pressan gekk af göflunum í gær eftir neyðarlegt 4-0 tap Barcelona fyrir Getafe í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Börsungar voru með 5-2 forystu eftir fyrri viðureign liðanna en eru nú úr leik. 12.5.2007 14:00
Hættur með Norður-Írland Lawrie Sanchez verður áfram stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham og hættir því sem þjálfari Norður-Írska landsliðsins. Þetta tilkynnti hann í gær. 12.5.2007 13:30
Á förum frá Liverpool Robbie Fowler mun um helgina leika sinn síðasta leik með Liverpool á ferlinum. Það staðfesti framherjinn í gær en hann fær ekki nýtt samningstilboð frá félaginu. 12.5.2007 13:00
Á toppnum í 44 umferðir í röð FH-ingar hafa setið samfellt í efsta sæti Landsbankadeildar karla í tvö og hálft tímabil og hafa með því fyrir löngu sett nýtt og glæsilegt met í tíu liða efstu deild. Þeir hafa verið á toppnum síðan 19. júlí 2004. 12.5.2007 13:00
Var síðast spáð 8. sætinu 1988 Skagamönnum var spáð 8. sætinu af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum Landsbankadeildar karla í fótbolta. Þetta verður tíunda tímabil þjálfara liðsins, Guðjóns Þórðarsonar, í efstu deild og honum hefur aðeins einu sinni áður verið spáð svo neðarlega í þessarri árlegu spá. 12.5.2007 12:45
Búið að afskrifa okkur Skagamenn Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að búið sé að afskrifa sína menn fyrir opnunarleik Íslandsmótsins í dag en þá mæta Skagamenn Íslandsmeisturum FH á heimavelli. Mikillar tilhlökkunar gætir fyrir leikinn. 12.5.2007 12:30
Leikmenn eiga ekki að veðja á eigin leiki Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, telur ekki eðlilegt að leikmenn í Landsbankadeildinni veðji á eigin leiki og hvað þá á opinberum vettvangi. Á vefsíðunni fótbolti.net hófst í gær nýr liður undir nafninu Tippað á Lengjuna. 12.5.2007 12:00
Hafði ekkert heyrt þar til í gær Norskir fjölmiðlar birtu í fyrradag fréttir um að danska stórliðið Bröndby og stórt lið frá Tyrklandi hefðu augastað á Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Brann. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. 12.5.2007 11:00
Væri að ljúga ef ég segði leikinn ekki sérstakan Leikur ÍA og FH í dag er sérstakur fyrir þær sakir að tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir snúa aftur á sínar heimaslóðir í sínum fyrsta deildarleik með FH. Bræðurnir gengu til liðs við Hafnfirðinga í haust eftir að hafa bjargað ÍA frá falli síðastliðið sumar sem spilandi þjálfarar. 12.5.2007 10:45
Fá mörk í síðustu opnunarleikjum Landsbankadeild karla hefst í dag með leik ÍA og FH upp á Akranesi. Þetta verður sautjánda sinn sem deildin opnar með sérstökum leik síðan að hún innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Mótið hefur byrjað á fleirum en einum leik í fjögur af síðustu fimm skiptum en á árunum 1991 til 2001 var sérstakur opunarleikur á níu af ellefu tímabilum. 12.5.2007 10:15
Byrjar sjötta sumarið á leik við FH Guðjón Þórðarson stjórnar í dag sínum fyrsta leik í íslensku deildinni í tæp ellefu ár þegar Skagamenn fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn upp á Akranes. 12.5.2007 10:00
Ein breyting á reglunum Aðeins ein veruleg breyting hefur verið gerð á knattspyrnulögunum fyrir tímabilið sem hefst nú í dag. Hún snýst um búningamál en ef leikmenn ætla að klæðast flíkum innan undir búning sinn, bæði treyju og buxur, verða þær að vera í sama meginlit og búningurinn. 12.5.2007 08:00
Lögregla yfirheyrir Barton vegna árásar á liðsfélaga Lögregla í Manchester-borg hyggst yfirheyra Joey Barton, leikmann Manchester City, vegna slagsmála við félaga hans, Ousmane Dabo, á æfingu. 11.5.2007 17:01
Boltinn byrjar að rúlla í Landsbankadeildinni á morgun Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun. FH-ingar hefja titilvörn sína á Akranesi í beinni útsendingu á Sýn. Formaður KSÍ segir á næstu 4-5 árum verði bylting í íslenskri knattspyrnu. 11.5.2007 15:40
Fowler kveður Anfield á sunnudaginn Markahrókurinn Robbie Fowler, leikmaður Liverpool, kveður Anfield á sunnudag þegar liðið leikur sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð gegn Charlton. 11.5.2007 14:22
Sanchez hættir með Norður-Íra Lawrie Sanchez var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham um óákveðinn tíma og mun hætta sem þjálfari norðurírska landsliðsins í kjölfarið. 11.5.2007 14:09
Dawson framlengir samning sinn við Tottenham Michael Dawson, varnarmaður Tottenham, hefur framlegt samning sinn við félagið til ársins 2012. Fyrri samningur var til ársins 2011 en félagið vildi verðlaun hann fyrir góða frammistöðu á tímabilinu. 11.5.2007 12:24
FH: Í sérflokki síðustu sumur Fréttablaðið hefur síðustu daga talið niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum FH-ingum Íslandsmeistaratitlinum. FH-ingar eru á eftir sínum fjórða titli í röð og margt bendir til þess að Íslandsbikarinn verði áfram í Krikanum. Liðið er frábært, breiddin einstök, umgjörðin glæsileg og ofan á allt heldur Hafnarfjarðarmafían uppi taktinum og stemningunni í kringum liðið. 10.5.2007 23:45
Tottenham og Blackburn skildu jöfn Tottenham er í vænlegri stöðu með að tryggja sér sjálfkrafa þáttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili eftir 1-1 jafntefli við Blackburn á heimavelli sínum í kvöld. Benni McCarthy kom gestunum yfir eftir 32 mínútur eftir laglega sendingu frá Morten Gamst Pedersen, en Jermain Defoe jafnaði fyrir heimamenn í síðari hálfleik. 10.5.2007 21:03
Getafe burstaði Barcelona Smálið Getafe gerði sér lítið fyrir og burstaði Barcelona 4-0 í síðari leik liðanna í spænska konungsbikarnum í kvöld og tryggði sér þar með sæti í úrslitum þar sem liðið mætir Sevilla. Börsungar unnu fyrri leikinn 5-2 og því reiknuðu fáir með hetjulegri endurkomu Getafe í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann í leiknum eftir að hafa komið inn sem varamaður. 10.5.2007 20:56
Brown og Ball í þriggja leikja bann Michael Brown hjá Fulham og Michael Ball hjá Manchester City voru í dag dæmdir í þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir fólskuleg brot í leik með liðum sínum á dögunum. Brown skallaði Xabi Alonso hjá Liverpool og Ball traðkaði á Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Báðir verða í banni í lokaleik liða sinna um helgina og í fyrstu tveimur leikjunum á næstu leiktíð. 10.5.2007 18:34
Owen valinn í B-lið Englands Michael Owen gæti spilað með enska landsliðinu á ný síðar í þessum mánuði eftir að hann var valinn í B-landsliðshópinn sem mætir Albönum. Ólíklegt verður að teljast að stjórnarformaður Newcastle verði hrifinn af þessu þar sem hann stendur enn í skaðabótamáli vegna meiðsla Owen á HM í sumar. Hér fyrir neðan má sjá enska B-hópinn. 10.5.2007 16:20
Ferdinand líkir Ronaldo við hasarblaðahetju Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, segir að hann hafi oftar en einu sinni verið farinn að óttast um að liðinu tækist ekki að halda efsta sætinu í úrvalsdeildinni í vetur. Hann segir að mark frá Ronaldo hafi endanlega stimplað trú inn í mannskapinn og líkti tilþrifum Portúgalans við tilburði hasarblaðahetjunnar Roy of the Rovers. 10.5.2007 15:11
Frings hafnaði Juventus Þýski landsliðsmaðurinn Torsten Frings hefur framlengt samning sinn við Werder Bremen í Þýskalandi og því verður ekkert af fyrirhugaðri för hans til ítalska liðsins Juventus eins og til stóð. "Ég fékk fínt tilboð frá Juventus en hjartað sagði mér að vera áfram hjá Bremen," sagði Frings sem er nú samningsbundinn félaginu til 2011. 10.5.2007 15:02
Jol: Fólk er búið að gleyma Tottenham Martin Jol og hans menn í Tottenham taka á móti Blackburn í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Jol segir að fólk sé búið að gleyma því síðustu vikur að hans menn eigi góða möguleika á að ná viðunandi árangri í deildinni í vor þó staðan hafi ekki verið glæsileg síðustu vikur. 10.5.2007 14:53
Sidwell fer líklega frá Reading Nú er útlit fyrir að miðjumaðurinn efnilegt Steve Sidwell muni fara frá Reading í sumar, en hann er með lausa samninga hjá félaginu og hefur enn ekki skrifað undir nýjan. Hann er 24 ára gamall og hefur staðið sig vel með liðinu í vetur. Sidwell hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Newcastle í bresku blöðunum undanfarið. 10.5.2007 14:41
Shepherd segir Owen að halda sig við Newcastle Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, var alls ekki kátur með fréttaflutning bresku blaðanna í dag þar sem slúðrað hefur verið um brottför Michael Owen frá félaginu í sumar. Shepherd hvetur Owen til að sýna félaginu hollustu eftir að hafa aðeins spilað 13 leiki með því síðan hann var keyptur fyrir metfé árið 2005. 10.5.2007 14:25
Vill staðfestingu á að Tevez megi spila Stjórnarformaður Wigan hefur ritað forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar bréf þar sem hann krefst því að fá skriflega staðfestingu á því frá deildarmönnum að Argentínumaðurinn Carlos Tevez sé löglegur með West Ham. Wigan á í harðri fallbaráttu við West Ham og örlög liðanna ráðast á sunnudaginn í lokaumferðinni. 10.5.2007 14:16
Draumadeild Landsbankans og Vísis komin á fullt Nú er hin árlega Draumadeild Landsbankans og Vísis komin í loftið. Deildin hefur verið uppfærð mikið frá síðasta ári og nú geta þátttakendur slkipt meira um menn í sínu liði og kominn er SMS virkni og fleira. Skráning fyrstu dagana hefur verið góð, þegar hafa 2.000 lið skráð sig til þátttöku og bætist við með hverri mínútu. 10.5.2007 13:42
Barcelona undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í síðari undanúrslitaleik Getafe og Barcelona í spænska konungsbikarnum og hefur Getafe forystu 2-0. Eiður Smári er á bekknum hjá Barclelona en nú vantar Getafe aðeins eitt mark til að fara áfram í úrslitin. Þá hefur Blackburn yfir 1-0 á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þar sem Benni McCarthy skoraði mark gestanna. 10.5.2007 20:00
Bragðdauft á Brúnni Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. United hafði þegar tryggt sér titilinn og því tefldu bæði lið fram mörgum varaskeifum í leiknum í kvöld og hvíldu lykilmenn fyrir átökin í bikarúrslitaleiknum. 9.5.2007 21:08
Roma valtaði yfir Inter Roma er í góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleik sinn við Inter Milan í ítalska bikarnum. Roma vann 6-2 stórsigur á Mílanóliðinu í dag. Totti, De Rossi og Perrota komu Roma í 3-0 eftir stundarfjórðung og Amantino Manchini og Panucci (2) bættu við mörkum. Hernan Crespo skoraði bæði mörk gestanna. 9.5.2007 18:33
West Ham ætlar ekki að áfrýja Eggert Magnússon og félagar hjá West Ham sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að félagið ætli ekki að áfrýja 5,5 milljón punda sektinni sem félagið var dæmt til að greiða vegna loðinna félagaskipta þeirra Javier Mascherano og Carlos Teves í fyrra. 9.5.2007 16:47
Gagnslaust að kæra West Ham Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ritað forsvarsmönnum allra úrvalsdeildarfélaganna á Englandi bréf þar sem fram kemur að tilgangslaust sé að reyna að kæra West Ham frekar vegna Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano. 9.5.2007 16:40
Valur: Þriðja árið hans Willums Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. 9.5.2007 16:14