Fleiri fréttir

Mancini: Vorum óheppnir

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var ekki sammála þeim sem fannst að Man. Utd hafi átt skilið að vinna Manchester-rimmuna í kvöld.

Ferguson: Rooney er einstakur leikmaður

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var óvenju brosmildur eftir leikinn gegn City í kvöld enda ekki gengið vel hjá United upp á síðkastið.

Rooney: Fletcher er í heimsklassa

Hetja Man. Utd í kvöld, Wayne Rooney, hrósaði liðsfélaga sínum, Skotanum Darren Fletcher, í hástert eftir leikinn gegn Man. City í kvöld.

Rooney skallaði United í úrslit

Wayne Rooney er hreinlega óstöðvandi þessa dagana og hann skoraði markið sem fleytti Man. Utd í úrslit enska deildarbikarsins í kvöld. Rooney skoraði síðasta markið í 3-1 sigri í uppbótartíma.

Chelsea komst aftur á toppinn

Chelsea klifraði aftur upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Birmingham, 3-0.

Ísland-Rússland - Myndasyrpa

Leikur Íslands og Rússlands í gær var leikur Víkingsins að bangsanum, ójafn leikur svo ekki sé nú meira sagt.

Norskur útvarpsmaður: Undanúrslitin skipta öllu

Einn þeirra fjölmörgu norsku fjölmiðlamanna sem eru staddir á Evrópumeistaramótinu í Austurríki er Eirik Torbjörnsen. Hann lýsir leikjum Noregs á P4-útvarpsstöðinni sem sendir út um allan Noreg.

Mancini vonast eftir sögulegu kvöldi í Manchester-borg

Manchester City getur í kvöld komist í sinn fyrsta úrslitaleik síðan 1981 þegar liðið heimsækir Manchester United í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Það bíða margir spenntir eftir því að leiknum á Old Trafford klukkan 20.00 í kvöld.

Guðmundur: Fundur og svo annar fundur

Guðmundur Guðmundsson var í þann mun að fara á fund með leikmönnum íslenska landsliðsins þegar að Vísir náði tali af honum á hóteli liðsins í Vínarborg í dag.

Sturla: Verð að nýta þau tækifæri sem ég fæ

Sturla Ásgeirsson átti frábæra innkomu með íslenska landsliðinu gegn Rússlandi á Evrópumeistaramótinu í handbolta í gær. Ísland vann leikinn örugglega, 38-30, og skoraði Sturla fimm mörk úr fimm skotum.

Lino Cervar hættir með króatíska landsliðið eftir EM

Lino Cervar, þjálfari Króatíu, varpaði bombu í dag á blaðamannafundi fyrir leik Króata og Dana á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki. Hann sagðist vera búinn að fá nóg af starfinu og að hann myndi hætta að þjálfa króatíska landsliðið eftir EM.

Símun Samuelsen hættur hjá Keflvíkingum

Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen mun ekki spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar en hann og stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag.

Ancelotti: Manchester United treystir of mikið á Wayne Rooney

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er sannfærður um það að breidd liðsins af sterkum sóknarmönnum geti gert útslagið í barátunni við Manchester United og Arsenal um enska meistaratitilinn. Chelsea er komið niður í 3. sæti deildarinnar en mætir Birmingham City í kvöld.

Gerrard: Það er orðið erfiðara að vinna okkur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er sannfærður um að liðið sé búið að snúa við blaðinu eftir slæmt gengi síðustu misserin. Liverpool náði þó aðeins markalausu jafntefli á móti Wolves í gær en fyrirliðinn reyndi að vera jákvæður.

Skilaboðin til Owen Coyle í gær: Einu sinni Guð en núna Júdas

Owen Coyle, stjóri Bolton, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Burnley í leik Bolton og Burnley á Reebok-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Bolton vann þarna fyrsta sigurinn undir stjórn Coyle og sendi gömlu lærisveina hans niður í fallsæti.

Adebayor líklega í hópnum á móti Manchester í kvöld

Emmanuel Adebayor verður væntanlega í leikmannahópi Manchester City sem mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum. City vann fyrri leikinn 2-1 og nægir jafntefli til þess að komast á Wembley.

Baldur búinn að framlengja við Valsmenn

Baldur Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við Valsmenn en Baldur hefur leikið með félaginu frá því að hann kom á Hlíðarenda frá ÍA árið 2004 og hjálpaði Valsmönnum að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Valsmanna.

Manchester City fær hægri bakvörð að láni frá Roma

Ítalinn Marco Motta er á leiðinni til landa síns Roberto Mancini, stjóra Manchester City því enska úrvalsdeildarliðið hefur náð samkomulagi við Roma um að fá þennan 23 ára bakvörð að láni út tímabilið.

Sir Alex bannaði myndavélar Sky á blaðamannafundi United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kennir Sky-fréttastofunni um það að Rio Ferdinand sé hugsanlega á leiðinni í þriggja leikja bann og um hversu mikið var gert úr deilumálum Gary Neville og Carlos Tevez. Ferguson hefur í framhaldinu bannað myndavélar Sky á æfingum liðsins.

Rafael Benitez: Vildi ekki útiloka að hann væri á leið til Juventus

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ekki tilbúinn að útiloka það að hann myndi fara til Juventus á blaðamannafundi eftir markalaust jafntefli Liverpool á móti Wolves í gær. Það hefur ýtt undir sögusagnir um að Spánverjinn sé að verða næsti þjálfari ítalska liðsins.

NBA: Allt hrunið hjá Phoenix Suns og loksins útisigur hjá Lakers

Los Angeles Lakers vann loksins sigur á útivelli í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann 115-103 sigur á Washington Wizards. Það gengur hinsvegar lítið hjá Phoenix Suns sem tapaði í sjöunda sinn í síðustu níu leikjum og er á leiðinni út úr úrslitakeppninni með sama áframhaldi.

Zidane og Kaka léku listir sínar í góðgerðaleik fyrir Haíti

Zinedine Zidane tók fram skónna og Pierluigi Collina tók fram flautuna í sérstökum góðgerðaleik fyrir íbúa Haíti á Leikvangi Ljósanna í Lissabon í gærkvöldi. Zinedine Zidane vinnur fyrir Sameinuðu þjóðirnar og hann fékk til liðs við sig marga kunna kappa í leiknum í gær.

Guðjón Valur auglýsir Adidas

Guðjón Valur Sigurðsson situr fyrir í heilsíðuauglýsingu frá Adidas í nýjasta töluhefti WHM, World Handball Magazine.

Myrhol: Vorum rændir

Norski landsliðsmaðurinn Bjarte Myrhol var ansi niðurlútur þegar að Vísir hitti á hann eftir leik Danmerkur og Noregs í Vín í kvöld.

Liverpool náði jafntefli gegn Wolves

Liverpool sótti stig á útivöll í kvöld er liðið sótti Wolves heim. Eflaust færri stig en lagt var upp með en miðað við spilamennskuna átti Liverpool ekki meira skilið.

Pólverjar í undanúrslit

Póllandi varð í kvöld fyrsta liðið til þess að bóka farseðilinn í undan úrslit keppninnar er Póllandi lagði Tékka, 35-34. Pólverjar máttu svo sannarlega hafa fyrir sigrinum gegn Tékkum í kvöld.

Ævintýralegur sigur Dana á Norðmönnum

Norðmenn þurfa að vinna fjögurra marka sigur á Íslandi á fimmtudag til þess að eygja von um að komast í undanúrslit á EM. Þeir þurfa þess utan að treysta á króatískan sigur gegn Dönum.

Aron: Strákarnir eru helvíti góðir

Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis, var hæstánægður með frammistöðu strákanna okkar gegn Rússum í dag og hefur trú á því að strákarnir klári einnig Norðmenn á fimmtudag.

Spánverjar lögðu Þjóðverja

Spánverjar eygja enn von um að komast í undanúrslit á EM eftir að liðið skellti Þjóðverjum, 25-20, í Innsbruck í dag.

Dagur sá rautt í tapi Austurríkis

Króatar unnu dramatískan sigur á Austurriki, 26-23, í leik liðanna í milliriðli I á EM í kvöld. Austurríkismenn sýndu hetjulega baráttu sem fyrr en dómarar ákváðu að draga taum Króata rétt eins og gegn Íslandi.

Snorri: Erum komnir í draumastöðu

Snorri Steinn Guðjónsson átti í dag mjög góðan leik og skoraði sjö mörk úr átta skotum þó svo að hann hafi klikkað einu sinni á vítalínunni.

Guðjón Valur: Það var fínt á bekknum

Guðjón Valur Sigurðsson tók að sér nýtt hlutverk í dag. Hann sat á bekknum síðustu 35 mínútur leiksins en hann spilar venjulega hverja einustu mínútu í leikjum Íslands.

Arnór: Fór eins og við vonuðumst til

„Þetta fór eins og við vonuðumst til en þorðum ekki að segja upphátt,“ sagði glaðbeittur Arnór Atlason eftir sigur Íslands á Rússlandi í dag, 38-30.

Sjá næstu 50 fréttir