Fótbolti

Zidane og Kaka léku listir sínar í góðgerðaleik fyrir Haíti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá hópinn stilla sér upp í leikslok.
Hér má sjá hópinn stilla sér upp í leikslok. Mynd/AFP

Zinedine Zidane tók fram skónna og Pierluigi Collina tók fram flautuna í sérstökum góðgerðaleik fyrir íbúa Haíti á Leikvangi Ljósanna í Lissabon í gærkvöldi. Zinedine Zidane vinnur fyrir Sameinuðu þjóðirnar og hann fékk til liðs við sig marga kunna kappa í leiknum í gær.

Zinedine Zidane setti saman stjörnulið sem mætti núverandi og fyrrverandi leikmönnum Benfica. Í liði Zidane voru meðal annars Kaka, Luis Figo, Rui Costa, Thierry Henry, Pavel Nedved og Edgar Davids en leiknum endaði með 3-3 jafntefli.

„Fólkið sem mætti á leikinn er búið að hjálp mikið til. Ég er mjög ánægður með að við gátum lagt eitthvað að mörkum til hjálpar Haítíbúum," sagði Zinedine Zidane eftir leikinn.

Portúgalska goðsögnin Eusebio tók fyrsta sparkið í leiknum fyrir framan þá 65 þúsund áhorfendur sem mættu á leikinn.

Kaka skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuliðið áður en Nuno Gomes skoraði tvisvar fyrir Benfica. Zidane lagði þá upp mark fyrir Robert Pires en Eder Luis kom Benfica aftur yfir. Það var síðan Christophe Dugarry sem tryggði Stjörnuliði Zidane 3-3 jafntefli með marki á 85. mínútu leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×