Enski boltinn

Chelsea komst aftur á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Malouda skorar fyrsta mark leiksins.
Malouda skorar fyrsta mark leiksins.

Chelsea klifraði aftur upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Birmingham, 3-0.

Frank Lampard í toppformi og skoraði tvö mörk. Chelsea með einu stigi meira en Man. Utd og á þess utan leik inni.

Arsenal aftur á móti enn í þriðja sæti deildarinnar eftir að liðið varð að sætta sig við jafntefli gegn Aston Villa.

Úrslit kvöldsins:

Aston Villa-Arsenal  0-0

Chelsea-Birmingham  3-0

1-0 Florent Malouda (5.), 2-0 Frank Lampard (32.), 3-0 Frank Lampard (90.)

Blackburn-Wigan  2-1

1-0 Morten Gamst Pedersen (20.), 1-1 Gary Caldwell (57.), 2-1 Nikola Kalinic (76.)

Everton-Sunderland  2-0

1-0 Tim Cahill (6.), 2-0 Landon Donovan (19.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×